Dvöl - 01.09.1936, Qupperneq 43

Dvöl - 01.09.1936, Qupperneq 43
Sept.—okt. 1936 D V ö L 313 að giftast. Ég held, að hún hafi ekki elskað mig á þann hátt, að hún hafi tekið bónorði mínu að- eins til þess, að þóknast mér. Hvernig gat mig dreymt um slíka ást? Ekki síðan ég var tuttugu og sex ára. og sá Faust í fyrsta sinn í óperunni. Ég er samt viss um, að hún elskaði mig fyrst í stað eftir hjónaband okkar, menn fara ekki svo villt í þeim sökum. Hvers vegna gat ekki orðið svo fram- vegis ? Fyrstu árin eftir giftingu okkar hittum við John aldrei svo, að hún hefði ekki á takteinum illgirnis- glósur í hans garð. En nú, síðan hann stofnaði þetta volduga félag og býður okkur stundum í leikhús- ið og gengur í loðfeldi, þá hefir konan mín smám saman þreytzt á að tala um hann í sama tón og áður. * Henek hafði enn ýmsum störf- um að gegna fyrir miðdegisverð. Klukkan var orðin hálf sex þegar hann kom heim, hlaðinn bögglum, Hann hafði ákafan verk í vinstri öxlinni, sem minnti hann á at.burð- inn um morguninn, ásamt feldin- um góða. ,,Það verður gaman að sjá svip- inn á kellu minni, þegar hún sér mig í loðfeldi,“ sagði Henek við sjálfan sig og brosti. Það var myrkur í anddyrinu; ljósið inni í húsinu náði ekki að lýsa það upp. — „Nú heyri ég til hennar í borðstofunni,“ hugsaði doktor Henek. Hún gengur hljóð- lega eins og smáfugl. Einkennilegt, að í hvert skipti, sem ég heyri fóta- tak hennar í næsta herbergi, hlýn- ar mér um hjartaræturnar. Tilgáta Heneks, um að kona hans tæki betur á móti honum, þegar hann væri í loðfeldi, en endranær, reynd- ist rétt. Hún faðmaði hann inni- lega að sér í dimmasta horni for- stofunnar og kyssti hann heitt og hjartanlega.. Hún faldi andlitið í kraganum á feldinum og hvíslaði: „Gústaf er ekki kominn heim enn.“ ,,Já,“ svaraði doktor Henek með ofurlítið óskýrri rödd og strauk hár hennar blíðlega, ,,já, hann er heima.“ * 1 vinnustofu doktor Heneks log- aði glatt á arninum. Á borðinu stóðu flöskur með whisky og sóda. Richardt héraðsdómari sat í djúpum hægindastól úr leðri, teygði úr útlimunum og reykti vindil með makindasvip. Henek hallaði sér útaf á legubekk úti í horni. Dyrnar, sem vissu að borð- stofunni, voru opnar; þar var frú Henck og börnin að kveikja á jólatrénu. Við miðdegisverðarborð- ið ríkti djúp þögn. Aðeins börnin hlógu og rnösuðu, oftast öll í kór, og voru glöð. ,.Þú segir ekkert, gamli dreng- ur,“ rauf Richardt þögnina. „Ertu kannske að hugsa um rifna frakk- ann þinn?“ „Nei,“ svaraði Henek,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.