Dvöl - 01.09.1936, Page 41

Dvöl - 01.09.1936, Page 41
Sept.—okt. 1936 I) V Ö L 311 Loðfeldurinn Eftir Hjalmar Söderberg- [Hjalmar Söderberg cr fæddur í Stokk- hólmi 2. júni 1869. Ungur gerðist hann blaðamaður og skrifaði piá einkum um bókmenntaleg efni. Jafnframt pýddi hann úr erlendum málum á sænslca tungu m. a. mikið eftir franska snillinginn Anatole France. Hefir vcrið álitið í Svípjöð, að hann hafi lært mikið af A. F. jafnframt pví, að hann hefir flutt verk hans til sænsku pjóðarinnar, i engu lakari bún- ingi en á frummálinu. Með beittri hæðni og pungri alvöru, en léttum og skcmmtilegum, stíl, hefir Söderberg verið markviss og áhrifamik- ill rithöfundur i Svípjóð á siðustu ára- tugum. Ritstj.] Þaö var kulda-vetur þetta ár. Það var eins og fólkið reyndi að vera sem minnst úti í frosthörk- unum, nema þeir, sem áttu loðfeldi. Richardt héraðsdómari átti loð- feld einn mikinn. Það tilheyrði eig- inlega stöðu hans, því að hann var aðalforstjóri einhvers félags, seni nýbúið var að hleypa af stokkun- um. Gamli vinur hans, doktor Henek, átti aftur á móti ekki loðfeld, en hann átti fallega konu og þrjú yndisleg börn. Doktor Henek var magur og fölleitur. — Sumir menn komast í góð hold, er þeir hafa hafnað í hinu heilaga hjónabandi, aðrir þvert á móti. Doktor Henek varð þunnur í roðinu; og nú var kominn aðfangadagur jóla. „Þetta ár hefir verið slæmt fyrir mig,“ sagði doktor Henek við sjálf- an sig, á leiðinni til John Ric- hardts, gamla vinar síns. Þetta var rétt fyrir rökkurbyrjun, um þrjú-leytið, á aðfangadag jóla. Og erindið: peningalán. — Já,' þetta ár hefir sannarlega verið slæmt ár fyrir mig. Heilsa mín er mjög bág- borin, að maður ekki segi eyði- lögð. Aftur á móti fá sjúklingar mínir beztu heilsu, næstum allir, sem ég hefi haft undir höndum; ég sé þá sjaldan nú orðið. Senni- lega kveð ég þennan heim bráðum. Það heldur konan mín líka, ég sé það á andliti hennar. Það væri óskandi að ég hrykki upp af fyrir lok janúar, áður en bölvað líftrygg- ingariðgjaldið fellur í gjalddaga. — Þegar doktor Henek var kom- inn hingað í hugleiðingum sínum, var hann staddur á horni Reger- ingsgötu og Hamngötu. Um leið og hann gekk fyrir götuhornið og sveigði inn á Regeringsgötuna, rann hann í sleðafari og féll við, og á sama augnabliki bar þar að sleða á fleygiferð. I fátinu, sem kom á ökumanninn, missti hann alla stjórn á farartækinu, en hest- urinn vék ósjálfrátt til hliðar; þó snerti annar sleðameiðurinn öxl doktorsins og varð af talsvert

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.