Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 23

Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 23
D V 0 L 349 en fyrst um sinn komust þau ekki nema að bæjardyrunum. Hurðin opnaðist út og var óbifanleg. Pað hlaut að hafa skeílt upp að henni, meira að segja alveg upp fyrir hana. Móðirin og sonurinn hlógu að þessum vandræðum — því að til allrar hamingju var annar út- gangur, fjárhúsdyrnar, og þær opnuðust inn. En — þegar þau opnuðu þær, varð einnig þar snjó- veggurinn fyrir þeim. Þá hlógu þau ennþá meira. Þau voru fennt inni. Árni fór strax að hlakka til þess, hvað hann gæti nú sagt föð- ur sínum margt. Þeim fannst það vera kostulegt ástand áð vera lok- uð svona inni af mannhæðarháum snjósköflum. Skárra hafði það nú verið veðrið þarna úti. Það verða ekki önnur ráð — ég verð að skríða út um reykháf- inn, sagði Árni. En hvernig átti að komast þangað upp. Fyrst af öllu náðu þau sér í langan broddstaf. Með honum ætluðu þau að mæla þykktina á fönninni úti fyrir fjárhúsdyrunum, þannig að bora honum í gegnum hana. Þau stungu og lcituðu lengi fyr- ir sér í allar áttir, einnig skáhallt upp á við, en skaflinn virtist vera þykkri en þau höfðu haldið. Hann virtist vera mjög þykkur. Þeg- ar þau horfðu inn í holurnar eft- ir broddstafinn, sást ekki nokk- ur glæta. Guðnýju fór að gruna margt. En Árni. Hann var enn ókvíð- inn og í léttu skapi. Þau fóru aftur að fást við bæjarhurðina. Guðný náði henni af hjörunum, en ekki var heldur hægt að bora hér gegnum skaflinn. Guðný náði reku og fór strax að grafa — á- kaft — út og upp á við. Bráð- lega rann af henni svitinn og hár- ið hékk í flygsum fram yfir and- litið. Árni lýsti henni með kol- unni og horfði á hana hræddum augum. Guðný gróf af öllum mætti, kastaði kúfuðum rekum af snjó inn í hinar litlu bæjardyr. Sagði allt í einu reiðilega: — Troddg snjóinn niður, svo að meira komist fyrir! Reyndu að gera eitthvað, strákur! Árni fór hálf-snöktandi að troða snjóinn niður, hafði koluna ým- 'ist í þessari loppnu hendinni eða hinni. Móðirin gaf honum eng- an gaum, bara mokaði. Jafnframt starfaði hugur henn- ar, og smám saman varð hún ró- legri. Hún hafði oft og einatt lif- að það, að stórar fannir hlæðust upp úti fyrir bæjardyrum og' gluggum. En aldrei fyrri hafði hún vitað, að þessar fannir yrðu svo, að þær útilokuðu dagsljósið með öllu — að snjórinn væri að innan að sjá eins og dimmur, sindrandi veggur. Allt í einu henti hún frá sér rekunni og hljóp inn í eldhúsið . . . Nei, — ekki glórði heldur í minnstu skímu inn um reykháfinn. Guðný stóð um stund í myrkr- inu — reyndi að venja sig við þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.