Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 62

Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 62
388 D V O L lagt hafa við drengákap sinn að flýja ekki, og ekki fá aðrir fangar tæki- færi til þess að gefa þetta loforð en þeir, sem lrúnir eru að sýna það með framferði sínu í fangelsinu, að ástæða sé til þess að ætla, að þeir muni halda það. I Montana vinna fangar á einum stað úti í skógi, og eru engir verðir þar, heldur stjórna fangarnir sjálfir þar öllu, stóru og smáu, en fangaverð- irnir koma þar ekki á vetrum nama einu sinni í viku, því vinnustaðurinn er nokkuð langt frá byggð. I Colorado- ríki struku árlega þetta frá 60 upp í 125 fangar á ári, en eftir að farið var að nota drengskaparákvæðið, hefir það tæplega verið einn fangi á ári, sem hefir strokið'. I Alabama 'hefir það nú tíðkazt í meira en eilefu ár, að all- margir af þeim föngum, sem bezt hafa hagað sér, hafa fengið tveggja vikna jólaleyfi. Hafa á þennan hátt um 400 fangar fengið að vera heima hjá sér um jólin, og það hefir aðeins komið örsjaldan fyrir, að ekki hafi allir fangamir skilað sér aftur eftir nýárið. Þó þeim, sem fara með þessi mál í Bandaríkjunum, komi saman um, að þetta sé góð aðferð, kemur þeim hins- vegar saman um, að ekki dugi að hafa hana við alla fanga, og að það verði að nota hana með hinni mestu gætni. Jarðeldur af mannavöldum. I Norður-Kákasus hafa námaverk- fræðingar látið kveikja í kolalögum, sem liggja mjög djúpt í jörðu. Hér er þó ekki um skemmdarpólitík eða Trotzkyisma að ræða, heldur er á þennan hátt iramleitt kolagas, sem síð- an er notað til suðu og ljócsa í nær- liggjandi borgum. Með því að tempra aðstreymi lofts lil náinanna, má hafa vald á brennslunni. Gleröldin. Glerið ryður sér stöðugt meir og meir til rúms í hinum ýmsu iðnaðar- greinum. Nýjar vörur úr gleri bæt- ast á markaðinn í hverjum mánuði. Pottar og pönnur eru úr gleri, skó- hælar, dúkar til fatnaðar, stopp til einangrunar húsa, glerblokkir til veggjagerðar, og þannig mætti lengi telja. Þakið í nýbyggðum göngum, sem liggja undir Hudsonfljótið í New York, er úr 800000 glertíglum, og á bygg- ingu einni, sem stendur við Broad- way í sömu borg, er 80 feta hár turn úr gleri. Radio-þuklarinn. Risaskipið enska, Queen Mary, hef- ir margvíslegan öryggisútbúnað, eins og nærri má geta. Eitt af því er „radio-þuklarinn“. Áhald þetta getur sent geislastraum í þá stefnu, sem skipið heldur, en ef straumbylgjan rekst á einhvern fastan hlut framund- an, bergmálar hún til baka, og áhald- ið segir til í hvaða fjarlægð hluturinn er. Vegna þessa tækis er skipinu ó- hætt • að fara með fullum hraða í svarta myrkri og niðdimmri þoku. — Radio-þuklarinn var fundinn upp löngu eftir að „Titanic‘“ fórst,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.