Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 70

Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 70
396 D V 0 L myrkrið og kafaði þokuna og villtist. . . . Ef til vill átti að fara fyrir Jó- hanni eins og Qeirmundi í Norð- urgerði! Allir hér í grcnndinni annaðhvort dóu eða misstu vitið. Seinast myndi h ú n vera alein eft- ir. Og þá var enginn framar til að sparka í garðbeðunum hennar. . . Þetta var allt sjálfri henni að kenna. Það var vegna hatursins! Bara að hún gæti yfirbugað hatr- ið og orðið góð, svo góð, að hún óskaði öllum alls þess bezta, — þá gat þetta máske lagazt. Nú var hún sjálf niðri í ein- hverjum djúpum, og aðrir sigu niður til hennar. Núna kom hann Jóhann. Hún hafði séð hann kikna meir og meir undir ósýni- legri bvrði. Augu hans urðu flóttaleg og lifu undan. Litlu, vinnulúnu hendurnar hans vissu ekki, hvað þær áttu af sér að gera. Svo sló hann hamslaust á fiðlustrengina. Ekki var sökin h a n s. Þaðkom ekki frá honum, sem vont var. Honum Jóhanni — nei. Hann ætlaði engum annað en gott eitt, tók málstað allra, vék úr vegi og launaði illt með góðu. Henni hafði oft gramizt það, hvað Jóhann var góður. Og gremjan varð að hatri. Og hatrið fæddi af sér syndir og misgerðir. Hún vissi ekki, hvernig það at- vikaðist, en hún sat uppi í rúm- inu, spennti greipar og starði út í myrkrið. Það vaknaði í henni ný þrá. Hún sá inn í nýjan heim gegnum þokuna. Og varir hennar hvísluðu sömu orðin aftur og aftur. — Hjálpaðu mér til þess að verða góð, hjálpaðu mér, hjálpaðu mér! Loks fór hún að gráta. Grát- hviðurnar skullu á henni eins og brotsjóar, eins og heilt haf. Og hafið bar hana á bylgjum sínum langa nótt. En henni var bjargað, eins og þegar jörðin er borin gegnum ó- veðursnóttina móti nýjum degi. Og í morgUnskímunni skreið hún fram úr rúminu og hlustaði á andardrátt Jóhanns. Hann svaf og dró andann hægt og reglulega. Það var henni sem tákn. Hún gat það! Hún átti ekki einungis vald til hins vonda! Hún fann fötin sín og smeygði sér í þau. Svo kippti hún á sig skónum og læddist út. Þokan hagaði sér eins og áður. Hún lá þétt upp að húsveggjun- um og læsti saman klónum yfir þökunum. Og fjöllin stóðu eins og svartur skuggi úti í nóttinni. Eitt andartak lá henni við að missa kjarkinn. Það var vitfirr- ing! Hún, vesalings fátæka og veika konan frá Köldubrennu, átti að gera kraftaverk og reka alla þessa miklu ógn á flótta! Hún var að því komin að snúa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.