Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 41

Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 41
D VÖL 367 Fyrirliðinn gaf merki. Velbyss- urnar tóku til starfa, og sendu á- hlaupsliði óvinanna banvæn skeyti. Skyldi þcim takast að brjótast í gegn? Þeir féllu eins og gras fyrir ljá, ekki á víð og dreif, heldur í löng- um röðum, slegnir til jarðar at hvínandi byssukúlunum. Þeim tókst ekki að brjótast í gegn í fyrstu atrennunni. Nú földu þeir sig, eins og rott- ur, í sprengjugígunum á milli víg- línanna. Á nokkrum stöðum voru ekki nema 8—10 metrar á milli á- hlaupsmannanna og hinna, sem vörðust í skotgröfunum. Kvein hinna særðu fyllti loftið, hálfkæfð óp og formælingar. Heinz og félagar hans helltu leirugu vatni í kæli vélbyssanna. Það rauk úr þeim eins og eimvél. Hlaupunum var miðað á sprengju- gíg skammt frá. Hann var fullur af Englendingum, sem öðru hvoru köstuðu handsprengjum yfir brjóstvörnina. Þær sprungu hættulega nærri Heinz, sem skaut í hvert skipti, er einhver nálg- aðist. Nú voru Englendingarnir lag- lega veiddir — eins og flugur í köngulóarneti. Þarna gátu þeir beðið þangað til þeir rotnuðu, því að lifandi skyldi enginn sleppa yfir gígbrún- ina. Það var komin nótt. Rigning- unni var stytt upp, og aðeins við og við heyrðist skot eða skrölt í vélbyssu, þegar einhver reyndi að læðast burt í skjóli næturinn- ar, meða& flugeldarnir glitruðu í loftinu eins o'g stjörnuhröp, og féllu hvæsandi til jarðar. Heinz var einn á verði yzt í varnarlínunni, — annars voru þeir vanir að vera tveir saman, en nú voru þeir svo fámennir. Orrustan seinni hluta dagsins hafði þynnt fylkinguna all-veru- lega, og liðsaukinn var enn langt í burtu. Heinz vissi ekki, hvort þetta var sígur eða aðeins hlé. Vissu- lega hafði þeim tekizt að halda skotgröfunum, en óvinirnir voru nærri og höfðu grafið göng milli sprengjugíganna, hverjir til ann- ara, og þeir unnu enn. Það heyrði hann á glamrinu í rekun- um og smellunum, sem urðu, þeg- ar hakarnir lentu á steini. Voru þeir að grafa sér skotgraf- ir? Eða voru það púðurgöng? Heinz hallaði sér upp að brjóst- vörninni og horfði í áttina til ó- vinanna. En hann sá ekkert — nema langt í fjarska — svo óendan- lega langt — sá hann lítið hús umgirt trjám. Á grasfletinum fyr- ir framan húsið lék sér lítill drengur með trésverð og trumbu. Augu hans ljómuðu af hrifningu og hann barðist hraustlega við í- myndaða óvini. Lítill hundur sat við hlið hon-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.