Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 42
um, hallaði undir flatt qg horfði
með mikilli undrun á þetta hugs-
aða stríð.
Hundurinn gelti við og við og
reyndi að bíta í trésveíð drengs-
ins.
Heinz hló hátt, en það hljóm-
aði ámátlega í næturkyrrðinni.
Nú kom maður gangandi heim
að hliðinu. Drengurinn hætti að
leika sér og hljóp á móti honum.
„Pabbi!“
Maðurinn tók litla drenginn á
handlegg sinn og gekk heim að
húsinu, en þar tók ung kona á
móti þeim, með hamingjubros í
stóru, bláu augunum.
Nú sá hann annað. Sama hliðið
að vísu, en nú gengu tveir menn
inn um það og báru þann þriðja
á milli sín. Konan hljóp á móti
þeim og kastaði sér grátandi yf-
ir þann dauða. Mennirnir tveir
horfðu hvor á annan með tárin
í augunum, og annar sagði í lág-
um hljóðum: „Hann fann ekkert
til.“
Frá þessum degi var litli dreng-
urinn föðurlaus.
Myndin breytist. Ungur piltur
stendur á götuhorni. Sporvagnarn-
ir þjóta framhjá, en hann sér þá
ekki. Það kemur ung stúlka með
stór ljómandi augu á móti honum.
Hvorugt segir orð. Þau leiðast
eftir götunni, inn í garðinn og
setjasit þar á bekk. Nú tala þau
um framtíðina.
Rekuhljóðið nálgast. Það er eins
og það sé nú alveg undir fótum
Heinz, en hann virðist ekkert taka
eftir því.
Nú sér hann inn í stofu. Þar sit-
ur kona, álút yfir vinnu sinni. Hún
er þreytt og veikluleg. Þetta er
sama konan, sem heilsaði mannin-
um og drengnum í garðinum
forðum.
Ungur maður kemur þjótandi
inn um dyrnar og augun tindra
af hrifningu. „Mamma! Þýzka-
land er að fara' í stríð. Sjáðu!“
Hann bendir út um gluggann,
niður á götuna, þar sem fólkið
gengur syngjandi og leiðist.
Hljómsveitin leikur hergöngulag,
— fólkið þrammar í takt eftir
hljóðfallinu, og göturnar glymja
af háreysti og fótataki fjöldans!
Nú sér hann nýja sýn.
Stofan er sú sama. Konan ligg-
ur í rúminu, en við hlið hennar
situr ungi maðurinn. Hann held-
ur um hönd hennar og þrýstir
hana, meðan tárin renna niður
kinnar hans. „Mamma! Mamma
mín!“
Ungi maðurinn er einkennisbú-
inn. Hann lítur þreytulega út, þeg-
ar hann gengur eftir götunni og
allir, sem mæta honum, líta á
hann án þess að brosa, án þess að
segja orð — þögulir, sorgbitnir.
Nú stendur hann við legstein.
Allsstaðar er þögn. Aðeins lágt
skrjáf í nokkrum laufum, sem
vindurinn bærir dálítið til.
Gréta — stendur á steininum —
dáiu 1917.