Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 71

Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 71
D V 0 L 39? við. Þá rofaði svolítið til yfir vell- inum. Það sást yfir að Norður- gerði. Húsin sá hún greinilega. Það var barr yfir dyiunum. Það hvíldi stór bogi af grenikvistum yfir stofudyrunum. Og það var eins og húsið allt gæfi sig fjallinu á vald, vegna alls þess, sem það var búið að missa . . . Um leið og hún sá þetta, vakn- aði spurning í huga hennar, og olli henni miklum sársauka. — Hvað var orðið af litlu tvíburun- um, Jóni og Signu? Þau voru móðurlaus, bróðurlaus, föðurlaus, . . . Það var svo kuldalegt og eyðilegt, þarna í Norðurgerði, með hvíta dúka fyrir gluggum og barr upp eftir öllum þiljum. — Hvað var orðið af litlu börnun- um? Þokan lagðist aftur yfir túnið í Norðurgerði og brá huliðsblæju yfir allt. Farðu af stað að leita. Nei, — það þorði hún ekki. Hún varð heldur að fara þangað, sem hún hafði ætlað sér í upphafi. Henni veittist það þungt. Hún skalf á beinunum, en hún studdi sig við greni- og birkihríslur og hafði sig áfram. Nú var hún kom- in upp í efsta skógarbeltið. Þá skall þokan yfir á ný, dimmri en nokkru sinni fyrr. Hún var eins og grátt haf, sem gleypti allt . . . Nei, það var ómögulegt. Það var alveg vonlaust. Hún var veik og naumast með réttu ráði, — það var bezt að snúa við og hafa sig í bæinn, áður en Jóhann vakn- aði. Hún var komin á heimleið. Þok- una dimmdi, og kringum hana varð æ meira myrkur. En hvað var þetta? Það fór eitthvað að iða og hreyfast inni í þokunni. Það vafðist saman eins og gráir hnökrar, sem lyftust yfir höfði henni, settist að og hékk uppi í trjákrónunum beggja meg- in vegarins. Nú kom þetta nær, það tók til máls í ásökunarróm, — æpandi, hvínandi. Það var eins og neyðar- óp úr skóginum gamla, frá dauða- dæmdri sveit, frá veikindum, harmi og hatri langt utan úr heimi! Hún tók báðum höndum fyrir brjóstið og æpti upp yfir sig. Þá sá hún þetta skýrara. Það flögr- aði rétt framhjá henni. Það voru nátthrafnar og Uglur .... Þau lokuðu fyrir henni veginum. Og hún sneri við aftur og stefndi til fjalls. Skógurinn minnkaði. Öræfin voru grá úti í þokunni. En það sló gulum blæ á fjallabjörkina og lyngið, — stafaði frá dagrenn- ingU, sem ennþá var fjarri. En það fylgdi því von. Og von- in gaf mátt. Hún átti í erfiðri bar- áttu, fórnaði höndunum og baðst líknar. Þokan dróst saman. Mosinn varð æ gulari fyrir áhrif frá nýj- um degi. Hún missti af veginum. En hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.