Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 25

Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 25
D V ö L 351 orðinn 18 álna langur, varð þeim ljóst, að þau hlutu að hafa tekið skakka stefnu. Á meðan höfðu þau ekki annað að borða en súran blóðmör og mjólkina úr kúnni. Skapið dofnaði. Pað var eins og í gröf hér niðri í myrkrinu og dauðakyrrðinni. Móðirin og son- urinn fóru að mestu þögul leiðar sinnar í flöktandi bjarmanum frá lýsiskolunni. Árni sýndi, að hann skildi aðstæðurnar með því að vera ákaflega viljugur til hvers og eins — ekki á annan hátt. Lýsiskolan logaði dag og nótt. Ef á henni slokknaði, yrðu þau \ skilyrðislaust á valdi myrkursins, því að nú var eldurinn dauður í hlóðunum. Guðný ininnkaði hinn litla loga með ugg í brjósti á kvöldin — dró kveikinn svo langt niður í lj'sisgeyminn, að ljósið lifði aðeins eins og lítill rauður kjarni innan í bláum hring. Lýsis- birgðirnar minnkuðu uggvænlega. Hún þorði varla að sofna af ótta við, að ljósið myndi slokkna. Að- eins örlítið óhapp og þau yrðu ofurseld 'myrkrinu og bjargarleys- inu. Morgun einn veitti hún því at- hygli, að baðstofuþakið var farið að láta undan . . . Hún sat kyrr á rúrnstokknum eitt augnablik, það þyrmdi yfir hana — hún gaf upp alla von. En svo fór hún að hugsa um loftið í skemmunni. Par voru fjalir! . . . Og Guðný fékk nóg að gera við að rífa þetta loft, kljúfa fjalirnar og koma þeinr fyr- ir sem stoðum undir sígandi bað- stofuþakið. Hún þorði alls ekki um það að liugsa, hve djúpt þau hlytu að vera grafin, fyrst þakið lét undan. Petta sterka þak. Hún hafði heldur ekki tíma til að hugsa um það. . . . Smárn saman þurfti líka að styrkja hin þökin. Hinar gildu sperrur sveigðust eins og spenntur bogi. Hægt og hægt hneig dauðinn niður yfir hinn litla bæ, hneig og lmeig. Kaldur og nístandi, með dropafalli úr snjónum til áminningar. Hann bráðnaði lítið eitt við ylinn frá húsdýrunum. En Guðný gafst ekki upp. Höskuldur lifði. Hún var stöðugt fullviss um það. Og svo framar- lega sem hægt yrði með ein- hverju móti, ætlaði hún að bjarga börnunum, bjarga kúnni, bjarga kinthmum, bjarga litla bænum og sjálfri sér, ef það yrði fært mann- legum mætti. Hið hræðilega ástand gaf hcnni hugkvæmni, sem enginn hafði vit- að áður, að hún ætti til. Hún setti hinar grönnu styrktarfjalir þannig upp hverja við aðra, að burðarþol þeirra jókst, sló þær saman þvers og kross — var stöðugt á stjái hér og þar, gætti með árvökrum augum að hverjum hættustað. Hún gat lítið sofið, en þegar hún svaf, svaf hún þungum dauðasvefni. Aðfangadagskvöldið kom. Guð- ný og börnin settust að hjá kúnni — svo að ekki væri eins einmana-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.