Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 34

Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 34
360 D V 0 L vestur á sléttunni. Kveldloftið þar úti var rautt eins og dreyri. Var þessi roði endurskin áf blóði- stokkinni jörð Spánar, þar sem hagsmunagræðgi mannanna, til- litsleysi og grimmd birtist í stækkaðri mynd hversdagsleik- ans? Var það ekki auvirðileg fjar- stæða að sýta afleiðingar gam- allar flónsku og eðlisrunna smá- mennsku einhverra og einhverra, þegar þúsundir af saklausu fólki lágu flakandi í sárum og fengu sér engar bjargir veitt? Var ekki náttúran sjálf að sýna mönnunum hrylling þeirra eigin illverka í blóðhrönnum vestur- loftsins, eða voru þessir litir sól- arlagsins lögmálsbundnir þættir tilverunnar, til þess gerðir að lyfta hugum mannkynsins upp frá vett- vangi þeirrar baráttu, í smáu og stóru, sem var svo ömurlega ein- kennd af blekkingum og svik- semi? Vinátta og friður! Hve þessi fögru orð voru mis- notuð og svívirt. Hversu þau eru ötuð af tryggðleysi og ótrú- mennsku. Vináttan var tálbeita ein til að ná eftirsóttum hagsmunum, litlum sem stórum. Og þegar þeir voru fengnir, var henni lokið. Hún hvarf á burt eins og fjúk- andi reykur. Sigmundur lítur niður grasi vafna brekkuna, sem sést líka og nær því eins skýrt í blikandi spegilfleti hafsins. Hinir tveir ókunnu gestir eru risnir á fætur. Þeir koma í hægðum sínum upp sama stíginn og hann gekk fyrir stundu — á flótta undan gömlum minningum, sem vaknað höfðu svo skyndilega og óvænt. En þetta var þroskaleysi eitt. Gat hann ekki glaðzt yfir því að hafa hitt þessa tvo menn, sem svo reyndust hvorir öðrum sem hann hafði heyrt? Braut ekki ein- mitt hið verðskuldaða, gagn- kvæma traust þeirra og vinfengi um þvert meginskoðun hans á mönnunum? Þeir voru einungis heppnari en hann sjálfur. Það var allt og sumt. Speglaðist ekki mannleg gæfa í vináttu þeirra og tryggð? Og náði ekki eitthvert brot af þeirri hamingju inn í hans eigin sál? Myndu mennirnir ekki ein- hverntíma verða svo þroskaðir, að farsæld lífsins yrði þeim sameig- inleg, eins og loftið, sem þeir önduðu að sér? Sigmundur rís upp af bekkn- um, sem hann sat á, og heldur til móts við hina ókunnu menn. Hann langar til að þakka þeim, finnst eins og hann geti vafið þá að sér, af því að þeir eru fulltrú- ar hins eftirsóknarverða lífs. Geislar frá þeirra eigin gleði hafa brotizt í gegnum myrkur- vegg gamalla, dapurra minninga og gert hann einskonar þátttak- anda í farsæld manna, er honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.