Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 24

Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 24
350 D V ö L hugsun, að húin væ'ri algerlega inni- bj'rgð. Að snæhafið hefði hreint og beint lokast yfir litla bænum. Drekkt þeim! Að rokið héldi á- fram að æða úti — uppi yfir húsþökunum. Og gæti haldið á- fram að hamast í tvo eða tíu — jafnvel tuttugu daga. Meðan óveðrið héldist, myndi enginn maður fara framhjá bæn- um. — Pað var alveg víst. Og svo þegar veðrið lægði og vart yrði við, að bærinn væri undir snæhafinu, sem ef til vill hefði fyllt dalinn — myndi þá verða reynt að grafa niður til þeirra? Og jafnvel þó að reynt yrði, myndu þau þá fínnast? Allan vet- urinn gátu þeir ef til vill haldið áfram að grafa án árangurs, ef snjóinn hefði kæft þykkt og slétt niður í dalbotninn. Að leita að bæ niðri í snjónum, myndi vera sama og að leita að sokknu skipi í ógagnsæju hafdjúpi. Já, jafnvel ennþá vonlausara og örðugra. Með öðrum orðum — aðstaða hennar og barnanna var eins slæm og orðið gat — ein á botni þessa myrka, hvíta dauðadjúps. Ein og eldiviðarlaus. Þessi vatns- seilill í læknum gengi sennilega líka til þurrðar. Það hafði hún vitað áður í hörðum snjóavetr- um. Og svo þegar hlákan kærni, myndi vatnið þrýstast inn frá öll- um hliðum — fylla bæinn . . . En fyrst hún og börnin voru svona illa stödd, hlaut Höskuldur að lifa. Það fann hún allt í einu með sjálfri sér, því að það hafði löngum ver- ið litið svo á, að ekki yrðu allir fyrir illu í sama sinn . . . Hösk- uldur lifði. Guðný gekk með öruggum skrefum út til Árna, sem stóð grafkyrr þar, sem hún hafði farið frá honum, og starði inn í myrkan snjóganginn, tók við lampanum hjá honum og klappaði honum á kollinn. — Við erum reyndar fennt inni, Árni litli, og það er býsna slæmt, sa^ði hún með fastri og rólegri rödd. — En nú veit mamma, að pabbi lifir — heyrir þú það? Mamma veit það! Og við bæði — við skulum hjálpast að því að grafa okkur upp úr snjónum, þó að við þyrftum að verða að grafa héðan af og fram að nýjári. Móðirin var svo örugg í rómn- um, að Árni hætti strax að vera hræddur og fór að tala rólega um þetta allt saman. Hvað áttu þau að gera af snjónum? Hlaða honum meðfram skemmuveggjunum og inn í önnur útihús, þar sem hægt væri að koma honum fyrir . . . En eldiviður! Pau gátu hvorki eldað graut eða kjöt, ekkert eld- að, urðu að borða kaldan mat . . Og brauð gátu þau ekki barkað. — Fyrst af öllu gröfum við okkur gang út að móhlaðanum, á- kvað Guðný. Þau byrjuðu þegar á þcssum göngum út að móhlaðanum. Peg- ar þau höfðu haldið áfram með hann í fjóra daga, og hann var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.