Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 48
374
D V 0 L
„þetta þykir mér svo undur vænt
um, því að hinu h'aföi cg kvið-
ið fyrir. En nú finnst mér það í
svipinn a’ðeins lítil stund, síðan
þú bjóst þér til smáskip hérna í
kofanum, — týndir ber úti í mó
— og gekkst til prestsins. Þó eru
þetta 41 ár.“ í huganum þökkum
við guði, að við skulum vera ung
í anda.“ — — —
Karl Ágúst þerrði sér um aug-
un, — sló aftur dósunum, — stóð
upp og blístraði. „Pú ert sama
sem lagður af stað heim til garnla
Smálands, Karl Ágúst,“ sagði
hann og tók hestana frá plógin-
um. Hann hafði tekið fasta á-
kvörðun.
Á leiðinni heim var hann að
hugsa um, hvað nábúarnir myndu
segja, þegar það fréttist, að hann
ætlaði að bregða sér til gamla
landsins. — Fyrst héldu þeir lík-
lega kveðjusamsæti, — með dansi
og ísrjóma, — og svo færu all-
ir að biðja að heilsa heim, — já,
þvílíkar kveðjur! — Síðan kæmi
mynd af honum í blaðinu, og
grein um hann. — — — Hann
rankaði við sér þegar hann kom
að póstkassanum, og dró upp úr
honum blöð og bréf. — — Hvað
var að tarna? — Lítið umslag
með svartri rönd og sænsku frí-
merki. Rithöndina kannaðist hann
ekki við, og leit á undirskrift-
ina. „Ouð hjálpi yður til að bera
þessa miklu sorg. S. Malmquist,
prestur.“ Síðan las hann bréfið
frá byrjun, og höndin fór að titra
lítið eitt. — — — —
Karl Ágúst plægði akur sinn
fram í myrkur. — — „Hér mátt
þú crfiða til daganna enda, Karl
Ágúst. Þú ert orðinn gamall mað-
ur.“
Lausl. þýtt og stytt.
Jakobína Johnson
Viðbætir og leiðréttingar við stúd-
entatalið í síðasta hefti
Dvalar.
Síðan skráin var samin hefir einn
stúdent enn farið utan til náms. Er það
Ágúst Bjarnason, Rvk., f. 1918, stúd.
1937, les tryggingafræði í London. 1
yfirlitinu, bls. 316, stendur, að 2 lesi
fornminjafr., en 1 heimspeki, en það
á að vera gagnstætt, sbr. sjálfa skrána.
Sigurður Sigurðsson efnafræðinemi les
í Miinchen, Rögnvaldur Porláksson
verkfræðinemi les í Þrándheimi og
Benjamín Eiríksson hagfræðinemi les
í Uppsölum. Kristján Pétursson stund-
ar landmælingar. Á bls. 315 er nrent-
villa, Sig. Jóhannesson á að vera Jó-
hannsson. A. S.
Enginn hefir til fulls komizt í
kynni við mannlegan fáráðlingshátt,
fyr en hann hefir verið áhorfandi að
keppni í hnefaleik.
Listamaður er sá," sem skapar eitt-1
hvað ódauðlegt úr því efni, sem hið
dauðlega líf leggur til.
St. Johri Ervine.