Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 55

Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 55
liann áfram í ruddalegum tón, til þess að missa ekki jafnvægið sjálfur: „Hvernig komstu hingað? Við hér í Þýzkalandi þörfnumst þín ekki. Þú ert þreytandi og hefir auk þess engan lagalegan rétt til að vera hér. Þú hefir ekki rétt til þess að bæta neinu við það, sem þú einu sinni hefir sagt. Þú gerir aðeins ónæði, það veiztu sjálfur. Það hefir enginn neinn á- huga fyrir því, sem þú ætlar að segja. Við kærum okkur ékki um ógnanir þínar í garð þessarar miklu byggingar, að hún skuli rif- in niður og að ekki skuli skilinn eftir steinn yfir steinl í henni. Við viljum enga n i ð u r r i f s -starfsemi æsingamanna. Við kærum okkur ekki heldur um undirróður þinn gegn yfirstéttinni: „Auðveldara er fyrir úlfaldann að ganga gegnum nálaraugað" o. s. frv. Við könn- umst við þetta allt. Ég læt þig hljóta þá refsingu, sem þú verð- skuldar og þekkir frá gamalli tíð, ég læt húðstrýkja þig. Þú segir ekkert, en glápir án afláts. Eins og mér sé ekki sama, þó að þú glápir. Við hér1 í Þýzka- landi höfum, í eitt skipti fyrir öll ákveðið afstöðu okkar til þín. Forðaðu þér frá því aðveratek- inn af lífi í annað sinn. Þúgeriró- næði hér og ert að þvælast fyrir. En húðstrýkjast skaltu og það á þjóðlega þýzka vísu.a Hann hringdi: „Látið varðmenn- ina taka þenna áleitna náunga fast- an! Og færið mér svo pípuhatt- inn minn, ég ætla til guðsþjón- ustu í Potsdam.“ — Árið 1913 var Georg Brandes meinað að fara inn fyrir rússpesku landamærin, en hann ætlaði að ferðast um Rússland og flytia fyrirlestra, eins og honum áður hafði verið boðið. Ástæðan, sögðu yfirvöldin, var sú, að Brandes var Gýðingur. Hann skrif- aði pá greinina, sem hér birtist með örlitlum breytingum, pannig, að í stað- inn fyrir Rússland kemur Þýzkaland og Hitler í stað keisarans, og verð- ur þá naumast séð, að greinin hafi verið skrifuð um 20 árum áður en Hitler komst til valda. (Lausl. þýtt úr dönsku). Bókmenntaverðlaun Nobels 1937 voru veitt frakkneskum manni, Roger Martin da Gard. Hann er 58 ára að aldri og hefir skrifað margar skáld- sögur og nokkur leikrit. Frægasta rit- verk hans er „Les Thibault (Thibault- ættin),“ sagnabálkur, sem er emi ekki lokið. Ein frægasta bókin í þessum bálki er „Sumarið 1914“. I henni lýs- ir höf. m. <a. hugarástandi manna í ýmsum löndum sumarið, sem stríðið mikla hófst, t. d. Englandi, Þýzkalandi, Belgíu og Sviss, og þykir hafa tekizt með afbrigðum vel að sneiða hjá hlut- drægni í garð ' einstakra þjóða eða flokka. — Ekkert mun hafa verið þýtt á islenzku eftir Martin du Gard, en bókaútgáfan „Mál og menning“ ráð- gerir að gefa út eina af sögum Thi- bault-ættarinnar á næsta áiri. Ef til vill kynnir Dvöl þenna rithöfund ræki- legar fyrir lesendum sínum siðar meir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.