Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 21

Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 21
D VOL 347 Guðn'ý hlustar .... Hún getur ekki heyrt neitt. En það er eins og hún verði vör óveðurs langt í burtu. Oti er kyrrt. En það er eins og hún geti ekki fundið kyrrðina. Þegar kýrin undir bað- stofuloftinu minnir hógværlcga á, að timi sé til að fá morgungjöf- ina og klukkan þar af leiðandi hlýtur að vera sex, segir Guðný við börnin, um leið og hún stíg- ur fram úr rúminu: — Færið þið ykkur nú bara hvort til annars og reynið að sofna, börnin mín. Kannske pabbi komi heim fyrir kvöldið, fyrst veðrið er orðið svona gott. Guðný klæðir sig, án þess að kveikja Ijós, eins og hún er vön. Hún þekkir fötin sín og veit, hvar þau eru. Hún eyðir þá ekki ljósinu á meðan. Þegar hún er klædd, þreifar hún fyrir sér þangað til hún finnur lýsiskoluna, og með hana< í hendinni gengur hún hljóð- lega niður baðstofustigann, fram göngin til eldhússins, þar sem glæðurnar lifa undir öskunni í hlóðunum. Hún kveikir á lamp- anum, hyíur glóðina aftur, fer í liægðum sínum að gefa kúnni og kindunum — hugsar um Höskuld á meðan. Fyrir tíu árum höfðu þau, hún og Höskuldur, nýgift byrjað bú- skap í Grundarkoti, sem þá var í eyði. Hvert einasta veggjarbrot í þessum húsum hefir Hösluddm^ byggt upp með eigin höndum. Þykka og hlýja veggi — tveggja til þriggja álna þykka — byggt þá úr völdum hellum og vel þurru torfi. Sömuleiðis allt, sem úr timbri er gert, úr óaðgengileg- asta rekavið hefir hann sjálfur telgt til með sög og öxi, neglt saman og fellt. Sperrur, bjálka og stoðir, all^ úr gildustu og sterk- ustu tegundum. Hver minnsti hlutur í þessum bæ er verk Hösk- uldar, allt frá bás kýrinnar und- ir baðstofuloftinu til veggföstu rúmstæðanna og borðvængsins undir baðstofuglugganum. Spæn- irnir, sem þau borða með, tré- föturnar undir mjólkina og vatnið eru líka handaverk hans. Þess vegna er slæmt, þegar hann er ekki í bænum. Hér á hann heima — ekki hægt án hans að vera. Guðný minnist þess með hrolli í hjarta, hvernig snjódrífan hafði máð hann burt morguninn áður, þegar hann geklc niður að firð- inum. — Máð hann burt! Hún hafði staðið og horft á eftir hon- um, kvíðandi eins og ávallt, þeg- ar hann fer að heiman. Og eins og svo oft áður, hafði hún ekki getað skilið, hvað fæturnir virt- ust bera liann létt burtu frá bæn- um þeirra. Hún hafði orðið að þurrka augun, ekki einasta vegna tára. Snjórinn hafði máð hann burt. Það virtist óhugsandi, að hann ætti aldrei franrar að koma aftur til litla bæjarins þeirra, þar sem hann hafði hagað svo til, að hægt væri að komast eftir hlýjum göng-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.