Dvöl - 01.11.1937, Page 21

Dvöl - 01.11.1937, Page 21
D VOL 347 Guðn'ý hlustar .... Hún getur ekki heyrt neitt. En það er eins og hún verði vör óveðurs langt í burtu. Oti er kyrrt. En það er eins og hún geti ekki fundið kyrrðina. Þegar kýrin undir bað- stofuloftinu minnir hógværlcga á, að timi sé til að fá morgungjöf- ina og klukkan þar af leiðandi hlýtur að vera sex, segir Guðný við börnin, um leið og hún stíg- ur fram úr rúminu: — Færið þið ykkur nú bara hvort til annars og reynið að sofna, börnin mín. Kannske pabbi komi heim fyrir kvöldið, fyrst veðrið er orðið svona gott. Guðný klæðir sig, án þess að kveikja Ijós, eins og hún er vön. Hún þekkir fötin sín og veit, hvar þau eru. Hún eyðir þá ekki ljósinu á meðan. Þegar hún er klædd, þreifar hún fyrir sér þangað til hún finnur lýsiskoluna, og með hana< í hendinni gengur hún hljóð- lega niður baðstofustigann, fram göngin til eldhússins, þar sem glæðurnar lifa undir öskunni í hlóðunum. Hún kveikir á lamp- anum, hyíur glóðina aftur, fer í liægðum sínum að gefa kúnni og kindunum — hugsar um Höskuld á meðan. Fyrir tíu árum höfðu þau, hún og Höskuldur, nýgift byrjað bú- skap í Grundarkoti, sem þá var í eyði. Hvert einasta veggjarbrot í þessum húsum hefir Hösluddm^ byggt upp með eigin höndum. Þykka og hlýja veggi — tveggja til þriggja álna þykka — byggt þá úr völdum hellum og vel þurru torfi. Sömuleiðis allt, sem úr timbri er gert, úr óaðgengileg- asta rekavið hefir hann sjálfur telgt til með sög og öxi, neglt saman og fellt. Sperrur, bjálka og stoðir, all^ úr gildustu og sterk- ustu tegundum. Hver minnsti hlutur í þessum bæ er verk Hösk- uldar, allt frá bás kýrinnar und- ir baðstofuloftinu til veggföstu rúmstæðanna og borðvængsins undir baðstofuglugganum. Spæn- irnir, sem þau borða með, tré- föturnar undir mjólkina og vatnið eru líka handaverk hans. Þess vegna er slæmt, þegar hann er ekki í bænum. Hér á hann heima — ekki hægt án hans að vera. Guðný minnist þess með hrolli í hjarta, hvernig snjódrífan hafði máð hann burt morguninn áður, þegar hann geklc niður að firð- inum. — Máð hann burt! Hún hafði staðið og horft á eftir hon- um, kvíðandi eins og ávallt, þeg- ar hann fer að heiman. Og eins og svo oft áður, hafði hún ekki getað skilið, hvað fæturnir virt- ust bera liann létt burtu frá bæn- um þeirra. Hún hafði orðið að þurrka augun, ekki einasta vegna tára. Snjórinn hafði máð hann burt. Það virtist óhugsandi, að hann ætti aldrei franrar að koma aftur til litla bæjarins þeirra, þar sem hann hafði hagað svo til, að hægt væri að komast eftir hlýjum göng-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.