Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 5

Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 5
D V 0 L 331 hitar og þurrkar, og hervirki það, sem drepsóttin gerði, varð æ geigvænlegra. Heil byggðarlög eyddust að fólki. Líkin voru flutt á vögnum til greftrunar, þeim var hlaðið hverju ofan á annað, svo að langar, ljósar fléttur ungu stúlknanna drógust eftir jörðinni. En áður en langt leið, fékkst enginn til þess að grafa líkin; þau voru Játin liggja þar, sem þau voru komin, og enginn vogaði sér að snerta við þeim. Akrarnir stóðu ósánir og gras- ið féll á engjunum. I mannlausum þorpunum, þar sem líkin lágu á víð og dreif, lögðust húsdýrin út og urðu villt, vegna þess að eng- inn hirti um þau. Kýrnar ráfuðu baulandi um skógana með troðfull júgrin. í hundinum vaknaði hið forna eðli villidýrsins; hann réð- ist á sauðina, sem hann átti að gæta. Eða hann læddist hor- aður eins og beinagrind um mann- laus þorpin, leitandi að herra sín- um og húsbónda, sem hlaut að hafa farið eitthvað langt, langt í burtu. Glorhungruð svínin brut- ust út úr stíunum og söddu hung- ur sitt með því að rífa í sig þau líkin, sem farið höfðu á mis við blessun kirkjunnar. Öll þessi villi- dýr höfðust við í mýrunum og skógunum, og um haustið, þegar sundin milli eyjanna lagði, komu birnir labbandi á ísnum frá meg- inlandinu og bættust í hópinn. Það virtist sem mannfólkið væri dæmt til gereyðingar. Rás lífsins stöðvaðist — öll dagleg störf lögðust niður, menn plægðu ekki lengur akrana, sáðu ekki né upp- skáru, enginn reri til fiskjar né fór á veiðar og menn giftu sig ekki framar. Tilgangur guðs var bersýnilega sá, að gera landið jafn-autt að fólki og það hafði verið forðum daga, áður en hann skóp manninn. En þetta land líkt- ist ekki hið minnsta hinni fornu Paradís. Það var autt og tómt og andi tortímingarinnar sveif yfir vötnunum. 2. Á þessum hörmungatímum var þýzkur prestur jjjónandi í kirkju- sókn einni á strönd eyjarinnar Ös- el. Hann hét Magnús Carponai og var kvæntur velborinni Beata von Krámer, dóttur göfugs hér- aðshöfðingja. Þeim varð nokkurra barna auðið, og var hið elzta nítj- án ára gömul stúlka, Geirþrúður að nafni. Geirþrúður Carponai var hraust og blómleg, eins og allar velættaðar, þýzkar stúlkur, sem alast upp í sveit; á sumrin var hún stundum meira að segja of dökk á hörund af áhrifum sólar og hafvinda. Vöxtur hennar svar- aði sér vel, hárið var rauðjarpt eins og á öllu móðurfólki hennar, augun tindrandi eins og blágrænir eðalsteinar, nefið þunnt og fyrir- mannlegt, og vottaði fyrir stolti í svipnum. Þegar hún sat við hlið móður sinnar í kirkjunni og drúpti höfði, eins og siðprúðri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.