Dvöl - 01.11.1937, Page 71

Dvöl - 01.11.1937, Page 71
D V 0 L 39? við. Þá rofaði svolítið til yfir vell- inum. Það sást yfir að Norður- gerði. Húsin sá hún greinilega. Það var barr yfir dyiunum. Það hvíldi stór bogi af grenikvistum yfir stofudyrunum. Og það var eins og húsið allt gæfi sig fjallinu á vald, vegna alls þess, sem það var búið að missa . . . Um leið og hún sá þetta, vakn- aði spurning í huga hennar, og olli henni miklum sársauka. — Hvað var orðið af litlu tvíburun- um, Jóni og Signu? Þau voru móðurlaus, bróðurlaus, föðurlaus, . . . Það var svo kuldalegt og eyðilegt, þarna í Norðurgerði, með hvíta dúka fyrir gluggum og barr upp eftir öllum þiljum. — Hvað var orðið af litlu börnun- um? Þokan lagðist aftur yfir túnið í Norðurgerði og brá huliðsblæju yfir allt. Farðu af stað að leita. Nei, — það þorði hún ekki. Hún varð heldur að fara þangað, sem hún hafði ætlað sér í upphafi. Henni veittist það þungt. Hún skalf á beinunum, en hún studdi sig við greni- og birkihríslur og hafði sig áfram. Nú var hún kom- in upp í efsta skógarbeltið. Þá skall þokan yfir á ný, dimmri en nokkru sinni fyrr. Hún var eins og grátt haf, sem gleypti allt . . . Nei, það var ómögulegt. Það var alveg vonlaust. Hún var veik og naumast með réttu ráði, — það var bezt að snúa við og hafa sig í bæinn, áður en Jóhann vakn- aði. Hún var komin á heimleið. Þok- una dimmdi, og kringum hana varð æ meira myrkur. En hvað var þetta? Það fór eitthvað að iða og hreyfast inni í þokunni. Það vafðist saman eins og gráir hnökrar, sem lyftust yfir höfði henni, settist að og hékk uppi í trjákrónunum beggja meg- in vegarins. Nú kom þetta nær, það tók til máls í ásökunarróm, — æpandi, hvínandi. Það var eins og neyðar- óp úr skóginum gamla, frá dauða- dæmdri sveit, frá veikindum, harmi og hatri langt utan úr heimi! Hún tók báðum höndum fyrir brjóstið og æpti upp yfir sig. Þá sá hún þetta skýrara. Það flögr- aði rétt framhjá henni. Það voru nátthrafnar og Uglur .... Þau lokuðu fyrir henni veginum. Og hún sneri við aftur og stefndi til fjalls. Skógurinn minnkaði. Öræfin voru grá úti í þokunni. En það sló gulum blæ á fjallabjörkina og lyngið, — stafaði frá dagrenn- ingU, sem ennþá var fjarri. En það fylgdi því von. Og von- in gaf mátt. Hún átti í erfiðri bar- áttu, fórnaði höndunum og baðst líknar. Þokan dróst saman. Mosinn varð æ gulari fyrir áhrif frá nýj- um degi. Hún missti af veginum. En hún

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.