Dvöl - 01.11.1937, Side 41

Dvöl - 01.11.1937, Side 41
D VÖL 367 Fyrirliðinn gaf merki. Velbyss- urnar tóku til starfa, og sendu á- hlaupsliði óvinanna banvæn skeyti. Skyldi þcim takast að brjótast í gegn? Þeir féllu eins og gras fyrir ljá, ekki á víð og dreif, heldur í löng- um röðum, slegnir til jarðar at hvínandi byssukúlunum. Þeim tókst ekki að brjótast í gegn í fyrstu atrennunni. Nú földu þeir sig, eins og rott- ur, í sprengjugígunum á milli víg- línanna. Á nokkrum stöðum voru ekki nema 8—10 metrar á milli á- hlaupsmannanna og hinna, sem vörðust í skotgröfunum. Kvein hinna særðu fyllti loftið, hálfkæfð óp og formælingar. Heinz og félagar hans helltu leirugu vatni í kæli vélbyssanna. Það rauk úr þeim eins og eimvél. Hlaupunum var miðað á sprengju- gíg skammt frá. Hann var fullur af Englendingum, sem öðru hvoru köstuðu handsprengjum yfir brjóstvörnina. Þær sprungu hættulega nærri Heinz, sem skaut í hvert skipti, er einhver nálg- aðist. Nú voru Englendingarnir lag- lega veiddir — eins og flugur í köngulóarneti. Þarna gátu þeir beðið þangað til þeir rotnuðu, því að lifandi skyldi enginn sleppa yfir gígbrún- ina. Það var komin nótt. Rigning- unni var stytt upp, og aðeins við og við heyrðist skot eða skrölt í vélbyssu, þegar einhver reyndi að læðast burt í skjóli næturinn- ar, meða& flugeldarnir glitruðu í loftinu eins o'g stjörnuhröp, og féllu hvæsandi til jarðar. Heinz var einn á verði yzt í varnarlínunni, — annars voru þeir vanir að vera tveir saman, en nú voru þeir svo fámennir. Orrustan seinni hluta dagsins hafði þynnt fylkinguna all-veru- lega, og liðsaukinn var enn langt í burtu. Heinz vissi ekki, hvort þetta var sígur eða aðeins hlé. Vissu- lega hafði þeim tekizt að halda skotgröfunum, en óvinirnir voru nærri og höfðu grafið göng milli sprengjugíganna, hverjir til ann- ara, og þeir unnu enn. Það heyrði hann á glamrinu í rekun- um og smellunum, sem urðu, þeg- ar hakarnir lentu á steini. Voru þeir að grafa sér skotgraf- ir? Eða voru það púðurgöng? Heinz hallaði sér upp að brjóst- vörninni og horfði í áttina til ó- vinanna. En hann sá ekkert — nema langt í fjarska — svo óendan- lega langt — sá hann lítið hús umgirt trjám. Á grasfletinum fyr- ir framan húsið lék sér lítill drengur með trésverð og trumbu. Augu hans ljómuðu af hrifningu og hann barðist hraustlega við í- myndaða óvini. Lítill hundur sat við hlið hon-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.