Dvöl - 01.04.1938, Page 22

Dvöl - 01.04.1938, Page 22
þess, að fara utan, í því skyni að njóta náttúrufegurðar annara lar.da, sem er að j'insu leyti sum- staðar annars eðlis og fjölbreytt- ari en sú, sem menn eiga við að búa hér á landi. Menn verða því að leita nær sér að fegurð nátt- úrunnar, til þess að njóta þeirrar ánægju, sem hún veitir. Við fæt- ur manna, sem staddir eru úti í grasigrónuin víðavangi á sólbjört- Um og hlýjum sumardegi, er undraheimur, fullur af lífi, fegurð og yndisleik, scm fæstir vita að er til, hvað þá heldur að menn skynji þá hluti, sem þar gcrast. Meðþví að greiða sundur stráin ogskyggn- ast ofan í jarðveginn, blasir við ný veröld, huliðsheimur og undra- land. Þarna eru jurtir á nálega öllu þroskastigi. Sumar gægjast upp úr moldinni, aðrar eru há- vaxnar eða búnar að fá fullan þroska. Þarna eru skinin sinu- strá, visnuð blöð, jurtaleggir og vmsir jurtahlutar. Þarna er á ein- um stað vagga jurtanna og gröf. Við nána athugun á því, sem þarna fer fram, kemst maður að raun um, að hér er stækkuð mynd af risavöxnum frumskógum heitu landanna og hinni hrikulegu nátt- úrudýrð þeirra. Sama lögmálnátt- úrunnar gildir hér eins og þar, í smáu sem stóru. Dýralíf gras- gróðursins hér heima á íslandi er smækkuð mynd af dýralífi hitabeltisskóganna. í grasgróðr- inum er aðalheimkynni margra skordýrategunda. Þær fæðast þar, njóta þar lífsins og deyja. Þó að skordýrin séu hulin þarna að mestu sjónum manna, er umhverfi þeirra hvergi nærri einhæft eða tilbreytingalítið, þót't í smáum stíl sé. Þar eru hæðir, sem svara til fjalla og hálsa, lægðir og dældir, Iiliðstæðar dölum, giljum og skörðum. Þar má einnig sjá und- irgöng og hvelfingar myndaðar af feysknum jurtablöðum og stöngl- um. Á mælikvarða skordýranna er landslagið í heimkynnum þeirra hliðstætt því, sem það er tilbreyt- ingarmest og fegurst á yfirborði jarðar. Einstöku smápöddur, sem fáir þekkja nafn á, má sjá þarna á hraðri ferð. Þær bera fæturna svo ótt, að ekki fær auga á fest. Þær renna upp og ofan stráin, og nota þau, er liggja lárétt, sem brú til þess að komast leiðar sinn- ar. Þær flýta sér eins og þær eigi lífið að lej^sa, eða fari í áríðandi erindagjörðum. Loksins hverfa þær undir stráin, en aðrar koma í þcirra stað. I augum þessara smá- dýra hljóta stráin að vera á borð við stórviðii í skógum heitu land- anna fyrir vorum sjónum, og spendýranna, sem þar búa. Sum- staðar milli trjánna bregður fyrir stóru, svörtu dýri með rauðgula fætur. Það er járnsmiður. Bakið er eins og kúptur skjöldur. Hann heldur ekki kyrru fyrir frekar en önnur dýr, sem þarna eiga heima. Víð minnstu hreyfingu, sem liann skynjar í kringum sig, tekur hann sprett til þess að forða sér, ef

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.