Dvöl - 01.04.1938, Síða 30

Dvöl - 01.04.1938, Síða 30
108 D V 0 L og dýpri. Gamli Studevant dó, og gamla frúin fékk tvisvar aðkenn- ingu af slagi. Aldurinn var jafn- vel farinn að setja rnark sitt á frú Art Studevant og mann hennar; hárið gránaði, og þau gildnuðu. Börnin voru að mestu uppkomin. Kenneth tók við járnvöruverzlun afa síns. Jack var í háskóla. Mary var kennslukona. Jessie var eina barnið, og það var síðasta árið hennar í menntaskólanum. Hún var orðin nítján ára, og þó að henni gengi námið fremur treg- lega, þá lauk hún að lokum fulln- aðarprófi. Síðan átti hún að fara í kennaraskóla. Coru var ógeðfellt að hugsa til þess, að Jessie ætti að fara að heiman til langdvalar. Hún unni henni cins og sínu eigin barni. Á þessu stóra og kuldalega heimili var Cora eins og laufkrýnt tré, þar sem Jessie gat ávallt leitað skjóls, þegar eitthvað amaði að. Jessie fékk oft vel útilátna löðr- unga hjá móður sinni, þegar hún var minni, og þá flúði hún, fljót- andi í tárum, framí í eldhúsið til Coru. Að loknu hverju skólaári, þegar Jessie hafði fengið mjög lága einkunn í sumum námsgrein- unum, (og hún fékk iðulega mjög lágt, hún var svo tornæm, vesling- urinn), þá varð Cora fyrst til að sjá einkunnabókina með sínum beiska sannleika. Og Cora hafði þá alltaf lag á að segja foreldrun- um þannig frá því, að það ylli sem minnstum sársauka. Móðir Jessic blygðaðist sín allt- af fyrir tornæmi hennar. Frú Art var nefnilega einn helzti kvenskör- ungurinn í Melton, forstöðukona kvenfélagsins í þrjú ár í röð' og ein af máttarstoðum kirkju sinnar. Mary, eldri dóttirin, sem var kennslukona, var líkleg til að feta dyggilega í fótspor hennar. En Jessie! Sá stelpukrakki! Þrátt fyr- ir löðrungana á bernskuárunum, varðveitti hún sinni innri mann óbreyttan. Hún var enn sama búlduleita, freknótta og heimska stelpan og hún hafði alltaf verið, og hún lét eins og henni kæmi ekkert við það, sem fram fór í kringum hana. Allir fundu henni eitthvað til foráttu — nerna Cora. Jessie naut sín bezt í eldhúsinu. Hún masaði, og stundum var hún jafnvel fyndin. Henni gekk und- ursamlega vel að tileinka sér leyndardóma matreiðslunnar. Þar, í návist Coru, reyndist allt svo auðvelt — ekki erfitt og torskilið eins og stærðfræði og latnesk málfræði eða þjóðfélagsmálin í kvenfélaginu, sem mamma hennar veitti forstöðu, og helgisið- irnir í kirkjunni. Hún undi hvergi eins vel og í eldhvis- inu, og ekki heldur með neinurn eins vel og Coru. Hún vissi, að móður hennar fannst hún heirnsk og hafði á lienni lítilsvirðingu. Og hún hafði lítið af föður sínum að segja. Hann var alltaf of önnum kafinn við kaupsýslunja til þess að hafa nokkurn tíma aflögu handa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.