Dvöl - 01.04.1938, Page 32
110
D V Ö L
— Já, frú . . . /en ég eignaðist
barn.
— Steinþegiðu, segi ég.
- Já, frú.
III.
Síðan var Cora ekkert við bolla-
leggingarnar riðin. Jessie var skip-
að að fara upp á herbergið sitt.
Um kvöldið, þegar ungfrú Mary
var komin heim, sátu hvítu kon-
urnar fjórar á ráðstefnu, fyrir lukt-
um dyrum, í svefnherbergi frú Art.
Cora fékk því einu sinni að mat-
reiða kvöldverðinn, án afskipta
annara. Húsbóndinn hafði ferðazt
til Des Moines. Cora óskaði þess,
þrátt fyrir allt, að hann væri
heima. Hann var stórvaxinn mað-
ur og eitthvað þesslegur, að hann
væri skynsamari en kvenfólkið.
Hann hefði líklega séð svo um, að
unglingarnir giftu sig tafarlaust. En
ef frú Art fengi að ráða, mundi
Jessie aldrei giftast gríska piltin-
um. Það var Cora viss um. Ennþá
hafði frúin ekki fundið neinn nógu
góðan handa Mary. Metorðagirnd
frú Art var meiri en svo, að hún
kærði sig um að fá son gríska
glervörusalans fyrir tengdason.
Jessie var grátandi, þegar Cora
færði henni kvöldverðinn. Svarta
konan settist á rúmstokkinn hjá
hvítu stúlkunni og hélt höfði henn-
ar í brúnum höndunum.
— Láttu ekki liggja svona illa
á þér, kæra barn, sagði Cora.
Vertu bara róleg, og þegar pilt-
urinn kemur aftur, skal ég segja
honum, hvernig komið er. Efhann
elskar þig, vill hann áreiðanlega
að þið giftið ykkur — og hvers-
vegna ættuð þið ekki að geta gert
það? Þið eruð þó bæði hvít. Og
þó hann sé útlendingur, er hann
reglulega laglegur piltur.
— Hann elskar mig, sagði
Jessie. Ég veit það. Hann liefir
sagt það sjálfur.
En pilturinn var ekki kominn
hciin (og hr. Studevant ckki held-
ur), þegar frú Art og Jessie tók-
ust ferð á hendur til Kansas City
— „til þess að gera innkaup fyr-
ir páskana“, eins og stóð; í viku-
blaði bæjarins.
Vorið kom allt í einu. Blómin
skutu upp kollinum og frjóangar
sprungu út átrjágreinum og runn-
um. Cora minntist fagra vorsins
fyrir tuttugu árum, og samúð og
sársauki ólgaði í hjarta hennar,
þegar henni varð hugsað til Jessie,
sem var jafngömul og Josephine
hefði verið, ef hún hefði lifað. Þar
sem Cora sat á eldhúströppunum
og flysjaði baunir, varð henni lit-
ið til baka yfir liðin ár: ár eftir
ár vann hún hjá Studevantsfólk-
inu, ár eftir ár gekk hún á rnilli
heimilis síns og vinnustaðar,
kvölds og morgna; í önnur hús
kom hún ekki. Síðan Josephine dó,
lifði Cora aðeins fyrir Jessie. Og
hún fann, að ekkert var henni
jafnkært í heiminum og Jessie.
Hún var óróleg allan tímann, sem
stúlkan var að heiman.
Eftir tíu daga kom frú Art og