Dvöl - 01.04.1938, Síða 42
120
DVOl
ég hálfkvíðinn í ferðina, og voru
{>að ekki sízt folaldaangarnir, cr
skyggðu á tilhlökkunina. Hins-
vegar gladdi það mig nokkuð, að
afi minn sagði, að fylfullu hryss-
urnar væru góðar í vatni. Og
cf þær syntu, þá gerði hinn mikli
kviður þeirra þær grunnsyndari.
Frá Breiðabólstað, þar sem ég
átti heima og til Hafnar í Horna-
fírði, sem nú átti að halda til,
voru tvær dagleiðir. Austur-
Skaftfellingar sóttu þá allar vör-
ur sínar til Hafnar, og lögðu þar
inn það, sem þeir höfðu að selja.
Pó kom það fyrir, þegar eitthvað
var betra vöruverðl í næsta kaup-
stað, sem var 'Djúpivogur, eða
fyrir Öræfinga, Vík í Mýrdal, að
farið var þangað. Ég man eftir,
t\risvar á uppvaxtarárum mínum,
að nokkrir hestamargir efnabænd-
ur úr Suðursveit, fóru til Djúpa-
vogs með ullina. Fengu þeir þá
fimm aurum meira þar fyrirpund-
ið, en á Höfn og í annað skiptið
tíu aurum. Það kostaði 5—-6 daga
lengra ferðalag að fara til Djúpa-
vogs, heldur en til Hafnar. Menn
^ettu ekki fyrir sig erfiði og and-
vökunætur, hefðist meira upp úr
vörunni.
Á leiðinni frá Hala til Hafnar
eru mörg vatnsföll, og sum stór.
Hefir oft þurft kjark og aðgætni
til þess að komast yfir þau, þeg-
ar þau voru í vexti, og teymdar
voru langar lestir. Það var, og
er enn, venja, að láta röskustu
vatnaniennina fara á undan liest-
unum. Oftast þarí að leita víða
fyrir sér, áður en fært þykir að
fara með lestina. Oft eru þeir í
mikilli hættu, sem á undan fara,
bæði vegna vatns og aurbleytu.
Verða þeir oft fyrir mestu lirakn-
ingum, og kemur stundum fyrir,
að þeir losna frá hestinum. Reynir
þá á snarræði og dugnað ferða-
mannsins, að bjarga scr. Fyrsta
vatnsfallið, sem fara þarf yfir, eru
Steinavötn. Pau verða mjög mikil
í tigningum. Steinasandur er á
milli Steinafjalls og Kálfafellsstað-
ar. Skammt fyrir austan Kálfa-
fellsstað rennur Staðará.. Hún er,
venjulega lítil, eins og Steina-
vötn, en vex stundum svo að
hún verður lítt fær. Nokkrar
smærri ár falla einnig um sveit-
ina. Skammt vestan við takmörk
Borgarhafnarhrepps ogj Mýra-
sveitar, fellur Kolgríma. Hefirhún
oft verið ærið slæm yfirferðar.
Vestast um Mýrarnar falla Heina-
bergsvötn. Dreifast þau vítt um
aura, og falla* í stærri og smærri
álum, sem eru sæmilegir yfirferð-
ar, þó að mikið vatn sé í þeim.
Um miðja Mýrasveit fellur Hell-
isholtsvatn. Pað er cinna vcrst af
þeim vötnum, sem ég hefi nefnt.
Vatnsmikið fljót og einnig aur-
bleyta í því, sé farið xit af veg-
inum. Mesta vatnsfallið, sem yfir
er farið, eru þó Hornafjarðar-
fljót. Þau falla fram milli Mýra-
og Nesjasveítar, og eru mjög
breið, en ekki mjög djúp, nema
einn áll í þeim vestanverðum, er