Dvöl - 01.04.1938, Qupperneq 47

Dvöl - 01.04.1938, Qupperneq 47
D V 0 L 125 að spyrja. „Jú, pabbí og mamma eiga sitt úrið hvort, og svo er stór klukka í baðstofunni“. Ég gekk þegjandi út. Enginn gaf fátæka drengnum, á grófgerðu, heima- unnu fötunum, gaum, nema ef einhver kann að hafa hent gaman að honum eða búnaði hans. En í sál minni brann eldur. Og í huga mér vaknaði sterk löngun til að verða sjálfbjarga maður, sem gæti unnið framtíðinni gagn — og ekki sízt lagt lið að því, að ryðja órétt- lætinu og misrétti mannanna úr vegi. Mér varð reikað að búðardyr- unum hjá aðal kaupmanninum, I’órhalli Daníelssyni. Ætli sé ekki rétt að fara hér inn og kaupa fyr- ir þessar tvær krónur. Ég spurði eftir, hvort ekki fengjust kvenklút- ar og reyktóbak. Jú, það var nóg til af því. Kaupmaður spurði mig að, hvort ég ætti stúlku og væri farinn að reykja. í mesta sakleysi svaraði ég, að svo væri ekki — ég ætlaði að færa foreldrum mín- um þetta. Fyrir aurana, sem afgangs voru klútnum og tóbakinu, keypti ég kandíá.. Pegar ég var búinn að kaupa þetta, hugkvæmdist mér að spyrja eftir, hvort ekki feng- just klukkur. Jú, þærfengust. „Vill nú ekki kaupmaðurinn vera svo góður“, spurði ég, „og taka frá eina klukku, og geyma liana fyrir mig til haustsins, þá skal ég borga hana“. Jú, það sagðist hann mega til með að gera fyrir svona mynd- arlegan pilt. Peása gullhamra þótti mér vænt um, og fór í góðit skapi út, og lofaði Þórhall fyrir greið- viknina. Um kvöldið var haldið af stað aftur úr kaupstaðnum, og gerðust engin tíðindi á heimleið- inni. — Það var gott að koma heirn, allir tóku mér opnum örm- um, rétt eins og ég væri heimtur úr helju. Og ég var glaðitr, en þó glaðastur yfir, að geta sagt heimafólkinu frá klukkunni. Um haustið fékk ég klukkuna og gat þá borgað hana. Hafði fengiðsex krónur fyrir ullina um sumarið og fjórar krónur fékk ég svo fyrir lambið um haustið. Pað var mikil ánægjustund, kvöldið, sent klukk- an var fyrst sett á hilluna í bað- stofunni. Óskir mínar höfðu þann- ig rætzt, af því að ég var dug- legur að bcrjast fyrir þeim. Síðan þetta gerðist hefir margt skeð. Árin hafa liðið og ég elzt og tímanum hefir tekist að ýmsu leyti að setja sín rnörk á mig. Marga kaupstaðarferðina liefi ég farið síðan, en aldrei kem ég svo í búð, að ég minnist ekki fyrstti kaupstaðarferðarinnar. Hún hefir verið ein af lærdómsríkustu stund- um lífs míns. Kjarkur og festa voru þá helztu bjargvættirnir. Ferðin vakti þá hugsun hjá mér, að betra væri að fórna einhverjtt í þarfir umbótanna, eða þess, sem örfar skapandi hugsun, heldur en eyða í tilgangslaust tildur eða ó- liollar nautnir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.