Dvöl - 01.04.1938, Page 50

Dvöl - 01.04.1938, Page 50
128 D V 0 L Roger Martin du Gard — Nobelsverðlaunaskáidið 1937. — Roger Martin du Gard. Eins og lesendum Dvalar er kunnugt, féllu bókmenntaverð- laun Nobels fyrir árið 1937 í hlut frakknesks rithöfundar, Roger Martin du Gard. Úthlutun þessara verðlauna mun sjaldan hafa komið eins á óvart og í þetta sinn. A. m. k. er óhætt að fullyrða, að fáir íslenzkir bóka- menn hafi þekkt nafn rithöfundar- ins, og þó enn síður verk hans. — Frægð Roger Martin du Gard er einkum bundin við skáldsög- una „Les Thibault", mikið ritverk í tíu bindum. Og þótt hún hafi verið þýdd á Norðurlandamál, hef- ir hún víst ekki komið fyrir augu svo j'kjamargra íslenzkra lesenda; a. m. k. ekki fyrir 10. nóvember síðastliðinn. Roger Martin du Gard fæddist í París 1881. Af því getur hver maður séð, að hér er ekki um neinn ungling að ræða, og að það er ekki vonum fyrr, að hann verð- ur almennt kunnur íslenzkum bókamönnum. Ef til vill verður einhverjum að spyrja: Hvernig gat slíkur bókmennta-gullkálfur hafa verið svo lengi dulinn okkar lestr- arþyrstu þjóð? — Pví er nú ein- mitt þannig varið með Martin du Gard, að hann virðist lifa mjög stranglega cftir boðorðinu: „Af á- vöxtunum skuluð þér þekkja þá“. Hann er manna hlédrægastur og er meinilla við átroðning blaða- manna og annarra, sem gera sér far um að snuðra um einkalíf fólks. Áður en hann fékk Nobels- verðlaunin, hafði hann einu sinni látið það eftir blaðamanni, að eiga við hann tal (það var fyrir hér um bil tuttugu árum), — en hann mátti aðeins ekki birta það fyrr en rithöfundurinn gæfi til þess sérstakt leyfi. — Viðtalið birtist í nóvember í fyrra (1937). Þannig er Roger Martin du Gard: Hann vinnur verk sitt í kyrrþey, umgengst, auk nánasta skyldfólks, aðeins fámennan vina-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.