Dvöl - 01.04.1938, Page 51

Dvöl - 01.04.1938, Page 51
D V 0 L 129 hóp, og forðast eins og heitan eldinn allar utanaðkomandi trufl- anir; allt það, sem stofnar til um- stangs kringum hann og vekur at- hygli á honum. — Petta er hin gullna lífsregla skáldsins. En í haust komst hann ekki hjá því að brjóta hana. Hann varð að gera svo vel og taka afleiðingun- um af því, að hann hafði skrifað betur en venjulegir rithöfundar. Hann fór sjálfur til Stokkhólms til þess að taka á móti Nobels- verðlaununum. Blaðamenn og bókrýnendur kepptust um að ná tali af honum. Iiann var hylltur eins og þjóðhöfðingi og lofsung- inn eins og sigursæll herforingi. í öllum menningarlöndum var hann helzta umtalsefni unnenda fagurra bókmennta. í hans eigin föðurlandi, Frakklandi, mun þó hafa verið einna minnstur þytur um nafn hans og persónu; meiri hluti frakkneskra bókmenntafræð- inga og bókrýnenda eru fremur íhaldssamt fólk og þykir Roger Martin du Gard helzt til rót- tækur. — Vegna þess slæma orðs, sem fer af Roger Martin du Gard nieðal fyrrnefndrar manntegundar í ættlandi hans, spurði danskur blaðamaður hann, hvort liann væri kommúnisti. Rithöfundurinn svar- aði: ,,Ég hefi enga pólitíska skoð- una. Með það svar ættu allir að vera ánægðir! Roger Martin du Gard var ung- ur settur til mennta, lagði stund á fornfræði og lauk doktorsprófi í þeirri grein, með miklu lofi, að eins 26 ára gamall. Ári síðar (1908) gaf hann út fyrstu skáldsögu sína: Devenir ! Nafnið bendir til þess, að hann hafi skoðað þessa írumsmíð sína sem einskonar prófstein á það, hvort hann hefði hæfileika til rit- starfa, því að orðið „devenir" þýðir „að verða“, en í því get- ur falizt spurningin: „Iivað verð- ur úr þér?“ — svarið er nú alheimi kunnugt: Stórskáld! Önnur skáldsaga hans, J e a n Barois, kom út 1913 og skip- aði honum þegar á bekk með snjöllum rithöfundum. Sú bók fjallar um ólgu þá og umrót, sem Dreyfusmálið alræmda kom af stað í Frakklandi á sínum tíma, en þó einkum áhrif þess á liugs- unarhátt og lífsskoðun æskulýðs- ins. Þykir rithöfundurinn hafa leyst viðfangsefnið afburða vel af hendi, enda lagði hann mikla vinnu í að kynna sér öll þau gögn málsins, er verða máttu honum að gagni við samningu sögunnar. Meginverk Roger Martin du Gard er skáldsagan mikla, Les T h i b a u 11, sem nefnd var í upphafi þessa máls. Til leiðbein- beiningar fyrir þá lesendur Dval- ar, sem ráða við Norðurlanda- málin, skal þess getið, að hún heitir á dönsku Familien Thibault en á sænsku Slákten Thibault. — Þýðing nafnsins á Norðurlanda- málunum er dálítið villandi. Sag- an cr nefnilega ekki ættarsaga í

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.