Dvöl - 01.04.1938, Side 54

Dvöl - 01.04.1938, Side 54
132 D V 0 L Vorið Efiir Heðin Brú Heðin Brú heitir réttu nafni Hans Jakob Jakobsen. Hann er af bændaætt- um kominn, fæddur og uppalinn í Skála- vík í Sandoy. Hann hvarf ungur að heiman til búnaðamáms í Danmörku og að loknu námi við Jandbúnaðarháskól- ann í Kaupmannahöfn var hann skipað- ur búnaðarmálastjóri i Færeyjum. Því starfi hefir hann gegnt nú um nokkurra ára skeið. Heðin Brú er enn á unga aldri, um þrítugt. Hann er þó hiklaust talinn fremsta söguskáld Færeyinga. Eftir hann hafa þegar komið út þrjár bækur, tvær stórar skáldsögur, Lognbrá 1930 og Fastatökur 1935, og eitt smásagna- safn, Fjaliaslcuggin 1936; úr þvi er þýdd saga sú, er hér birtist. Heðin Brú hefir einnig ritað talsvert í færeyslta bókmenntatímaritið Varðin og um þcss- ar mundir er að koma út í því all-löng framhaldssaga eftir hann, er nefnist Feðgar á ferð, og sennilega kemur út sérprentuö áður en langt um líður. Heðin Brú sækir yrkisefni sín tíðast í daglega lífið. Frásögn hans er látlaus og einföld, en þó með frábærum snilld- arbrag. Honum lætur mæta vel að skrifa um vorið og æsltulýðinn; þetta tvennt er oft saman slungið í sögum hans. Svo er og í þeirri sögu, er hér birtist. Viö spjöllum um bernskudag- ana — —. . . . Manstu ekki, þegar vorið yar í 'aðsigí? Jafnskjótt og dagana tók að lengja, byrjuðum við að þráspyrja fullorðna fólkið um vor- komuna. Dag einn leiddi pabbi okkur út að glugganum. „Sjáið þið“, mælti hann og benti yfir á Bláfjall. „Sjáið þið stóra steininn, sem ber við him- ininn þarna uppi?“ Iiann tók okkur sitt á hvorn handlegg og lyfíi okkur upp. „Sjáið þið nú bæði?“ „Já, ég sé hann vel“. „Sko, sko, ég sé hann líka“. „Pessi steinn heitir Miðdegis- steinn. Þegar sólin er tekin að

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.