Dvöl - 01.04.1938, Page 55

Dvöl - 01.04.1938, Page 55
D V 0 L 133 hækka göngu sína svo, að hún rís yfir steininn, þá er vorið kom- ið“. „Hvað er vorið?'' spurði syst- ir mín, sem var yngri en ég. „Er það maður, sem kemur gang- andi?“ „Nei, vina mín. Pað er sólin- sem kemur.“ Svo settist pabbi á bekkinn og tók okkur bæði á kné sér. „Er sólin undir steininum?u „Nei, hún er langt, langt í burtu. En þegar vorar, sýnir hún sig að nýju og þið munuð sjá hana uppi við Miðdegissteininn, hún kemur, ef þið gefið að því góðar gætur.“ Upp frá þessum degi héldum við okkur oft við gluggann til þcss að hafa auga með sólinni. Dagarnir héldu innreið sína einn cftir annan. Við vorum dæmalaust árvökul, en það var enga sól að sjá. „Skyldi hún ekki koma á morg- un?“ spurðum við í rökkrinu hvert einasta kvöld. „Jú, ef ég get talið upp að tuttugu, áður en vatnsdropinn lek- ur niður úr þakskegginu, þá er Ilennar von á morgun. Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm“, svo datt drop- inn. Eða við sögðum: „Ef grátittlingurinn situr kyrr á hvannagarðinum, þangað til að ég hefi talið upp í ellefu, þá kemur sólin á morgun“. En haldið þið, að kötturinn hafi getað haldið sér svo lengi í skefjum? Þetta voru svörin, sem við sjálf fundum upp. Og allt átti að bíða vorsins. „Mamma, megum við skreppa niður að Blátjörn og leika okkur að bátum?“ „Nei, bíðið þið heldur þangað til vorið og sólskinið kemur. Þá skuluð þið fá að fara“. Allt beið eftir vorinu: Mófugl- arnir, lömbin og þúsund-dyggða- jurtirnar. Ó, sólin lét bíða svo lengi eftir sér. En svo var það einn dag, að pabbi stóð fyrir utan bæjardyrn- ar. Þá heyrðum við mann kalla til hans utan úr hlaðvarpanum: „Líttu upp á þekjuna, þá sérðu, hversu langt er liðið á veturinn“. Við hlupum út til þess að vita, hvað um væri að vera. Jú, sólin skein þá á strompinn. Á morgun hefir hún þokað sér hænufeti lengra“, sagði pabbi og brosti. „Fer þá sólin eitt hænufet á dag?“ spurðum við. „Já, henni miðar lítið meira en sem því nemur. Sólargeislanum miðaði dálítið á- fram með hvcrjum degi, sem leið. Hann komst niður á mæninn og þekjuna, og loks á þakbrúnina. Og einn daginn var skuggihn und- ir þakskégginu orðinn biksvartur. Þegar við stóðum hjá hverfistein- inum, sáum við, hvernig glóði og glampaði á efstu rúðurnar í stofu- glugganum.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.