Dvöl - 01.04.1938, Síða 56

Dvöl - 01.04.1938, Síða 56
134 D V O I Hvað var þetía eiginlega? Æ, það var sólin, sólin. Við hlupum inn í stofu til þcss að horfa út um gluggann, og þrýstum nefjunum upp að rúðun- um og einblíndum út. En ekkert var að sjá hjá Miðdegissteinin- um. „En hvað er þetta þarna?" sagði pabbi og henti á stofuþilið. Pað var ljósgul rák þvert yfir þilið, svo hátt uppi, að við gátum aðeins teygt hendurnar þangað, ef við stóðum uppi á bekknum. „Pabbi lyftu okkur upp, svo að sólin geti sklnið í andlitið á okk- ur". „Upp". Hann lyfti okkur upp. „Sko, nú sjáum við sólina við Miðdegisstein". Hvílíkur dagur! Við hlupum út úr bænum og hús úr húsi, til þess að boða vorkomuna. „Við höfum séð sólina uppi við Miðdegisstein", sögðum við. „Nú cr húií komin aftur. Nú er konúð vor". Við vorurri afarkát, hoppuð- uin og velium okkur. Svo fórum við inn og báðum um leyfi til þess að fara upp í Efribrekku. „Bíðið dálítið enn, greyin mín. Bíðið, þangað til þið sjáið sólina úr glugganum. Og við biðum og fundum enga ró í ckkar beinum. Um síðir rann hinn þráði dag- ur upp. „Nú fáum við að fara upp í Efribrekku. Nú sjáum við sólina frá gluggakistunni". „Jæja þá, litlu skinnin, þið meg- ið þá fara". Við leiddumst af stað. Petta var erfið ganga og við urðum oft aö livíla okkur. En við höfðum enga eirð, settumst niður litla stund og köstuðum mæðinni; svo af sfað aftur. Við vorum dauðþreytt og rennsveitt, þegar kom að leiðar- enda. Við fleygðum okkur niður. Vorblærinn lék um okkur, þar sem við hvíldum okkur í góðviðr- inu. En hvað áttum við að leika okk- ur? Jú, það var bczt að fara í feluleik. „Farðu þá og feldu þig og svo kem ég að leita, þegar ég hefi talið upp í þrjátíu", sagði ég. „Já“. „Nú er ég búinn að tclja upp í þrjátíu, nú kem ég.“ Enginn svarar, svo að hún hlýt- ur að vera tilbúin. En hvað er þetta? Hún situr á sléttri flötinni spottakorn frá mér. „Hvers vcgna faldirðu þig ckki?" „Af því að ég hefi fundið þiis- und-dyggða-jurt". „Hefirðu fundið þúsuud- dyggða-jurt", scgi ég og hleyp til hennar. „L.ofaðu mér að sjá hana". „Nei, ég á þessa þúsuud- dyggða-jurt", segir hún og breið- ir svuntuna sína yfir hana.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.