Dvöl - 01.04.1938, Side 64

Dvöl - 01.04.1938, Side 64
DVÖL 142 Verbúðatollur og uppsáturs- gjöld í Bolungavík voru um lang- an aldur eign Meiri-Hlíðar að liálfu og Vatnsfjarðarkirkju að hálfu. Bolungavík er nú ekki lengur vcrstöð, heldur fiskveiðapláss heimilisfastra manna og kauptún. Þegar vélbátaöldin hófst fyrir al- vöru, hættu flestir bændur í Djúp- inu sjálfstæðri útgerð, en úr næstu verstöðvum þótti flestum ekki taka j^ví, að færa sig nær fisksvæðinu, er vélaaflið kom til sögunnar. F>ó rná segja að slík útgerð hafi haldist þar, meiri og minni, fram á ófrið- arárin. Ennþá eru jafnan nokkrir smávélbátar úr Mið-Djúpi þar við fiskiveiðar á vorin. Hér verður ekki sögð saga Bol- ungavíkur, heldur drepið á nokkra þætti úr sjóámannalífi verstöðvar- innar á síðustu áratugum 1Q. ald- arinnar. VERTfÐlRNAR. Aðalvertíðir í Bolungavík, sem útróðramenn höfðu þar aðsetur, voru tvær: vetrarvertíðin frá nýj- ári til páska, og vorvertíðin frá páskum iil Jónsmessu, eða oft til laugardagsins í 12. viku sumars. Aðkomubátar fóru jafnan í ver- ið stax úr nýjári. Djúpmenn lögðu jafnvel af stað að heiman á nýj- ársdag stundum. Margir þeirra, og helzt Mið-Djúps-menn, höfðu þann sið að skreppa heim til sín einu sinni á vetri, og þá jafnan fyrsta sunnudag í föstu. Oftast var og farið úr veri miðvikudaginn fyrir skírdag, en fyrir kom, ef aflasæld var, að skírdagur eða föstudagur- inn langi var notaður til heimferð- arinnar. Á vorin var farið í verið á annan dag páska, og ávallt skroppið heim á laugardaginn fyr- ir hvítasunnu, en lagt af stað aft- ur á annan hvítasunnudag. Mið-Djúpsmenn tóku oft upp róðra í Ögurnesi eða annarsstaðar eftir hvítasunnu, ef fiskur var genginn í Djúpið, þótt þeir reru á vetrarvertíð og fyrri hluta vor- vertíðar í Bolungavík. Inn-Djúps- menn héldu sig jafnan í Bolunga- vík til vertiðarloka. NIÐURRÖÐUN VERKA. Þegar hásetar voru komnir til skips og lagt var af stað í verið, eða ýtt var úr vör í fyrsta skipti á vertíð, hjá þeim, er heima áttu í verstöðinni, skipti formaður há- setum í sæti þau, er þeir skyldu róa í yfir vertíðina. Hafði hver háseta þar með sitt ákveðna verk að vinna, bæði á sjó og landi. Var jafnau íkipað í sætin eftir lagni við fyrirhuguð verk og róðrardugnaði. Orð fór af því stundum, að formenn veldu dug- meiri ræðarana á sitt borð, stjórn- borða. Oft renndi formaður blint í sjóinn að þessu leyti, ef hann var lítt eða ekki kunnugur hásetum sínurn. Kurruðu hásetar stundum út af misjafnri skipan, en mjög sjaldgæft var það, að skipunum

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.