Dvöl - 01.04.1938, Page 65
DVÖL
143
væri breytt frá því, sem fyrsthafði
verið ákveðið.
I hálsrúmi (á fremstu þóftu)
voru jafnan látnir viðvaningar og
yngri menn, er þóttu svifaseinir
við sjóverkin, en taldir líklegir
ræðarar. Þeir andæfðit, reru með-
an lóðin var dregin. Voru þeir
oftast hér við Djúp nefndir ,,háls-
menn“. Annarsstaðar á landinu
munu þeir liafa kallaðir veriðand-
ófsmenn. — Sæti þess, er reri í
hálsi á bakborða, var nefnt „þræla-
sæti“. Þótti strákum einatt sér ó-
virðing ger með því að láta sig
þar, en reyndari menn létu sig
það litlu skipta. Miðskips á bak-
borða var nefnt ,,beitnasæti“ eða
að,,vera í beitunum". Maður sá
tók við lóðinni*) og stokkaði, rað-
aði önglunum í lóðastokkana. Var
það kalt verk og ekki hent sjó-
veikum. Miðskipssæti á stjórn var
kallað, að „vera undir lóð“ cða
,,lóðasæti“. Maðurinn, sem þarsat,
dró fiskilóðirnar. — Sá er sat í afti
asta sæti á bakborða, gerði upp
niðurstöður, skar stundum fiskinn
með formanni, og kom honum fyr-
lir í skipi. — Loks var svo formað-
ur í aftasta sæti á stjórnborða.
Hann goggaði jafnan, þ. e. tók
fiskinn af lóðaönglunum. — Þeir
formaður og aftanmaður á bak-
borða, tóku og jafnan þátt í lóða-
*) A Vestfjörðum er linan ávallt
nefnd lóð, fiskilóðir. Norðanlands og
sunnan er alltaf talað um línu eða
fiskilínu.
drættinum, til skiptis. Ef risjóttvar
veður, svo fjóra þurfti í andófi,
dró formaður jafnan lóðirnar, en
aftanmaður á bakborða stakkaði.
Þegar að landi kom, höfðu báts-
vcrjar einnig hver sitt ákveðna
verk að vinna. Hálsmenn og
stundum beitnamaður, afhöfðuðu
og slægðu fiskinn, en formaður
og lóðamaður flöttu. Aftanmaður
á bakborða þvoði fiskinn og hirti
víst oft um lifur. Hann hirti og
beitu og sá um að hún væri til á
beitnaborðum. Hálsmaður á stjórn
og sá, cr var undir lóð, báru upp
fiskinn. Hálsmaður á bakborða reif
upp hausana. Beitnamaður bar
upp hausarárnar með honum og
kom þeim í hjalla eða á trönur.
Formaðu saltaði ávallt fiskinn.
Hásetar gerðu að lóðum, er svo
var nefnt, þ. e. stokkuðu þær á
ný og gerðn þær greiðar undir
beitningu. - Formaður tók aldrei
þátt í því verki, hversu lítinn afla
sem hann hafði að salta. — For-
maður skar jafnan sjálfur beit-
una, en tók aldrei þátt í beitningu
lóðanna.
FISKÍBÁTAR OG ÚTGERÐ
pEIRRA.
Heita má, að á þessum árum
hafi einungis verið umtværstærð-
ir fiskibáta að ræða hér við Djúp:
sexæringa og fjögramannaför. Áð-
ur fyr voru áttæringar nokkrir frá
stærstu heimilum í Djúpinu hafðir
í hákarlalegur og stundum á vetr-
arvertíð í Bolungavík. En því var