Dvöl - 01.04.1938, Side 67

Dvöl - 01.04.1938, Side 67
DVÖL 145 „ljósabeita". Á vorin, voru hrogn- kelsi mest notuð til beitu, þegar ekki fékkst strax smásíld í vörpur eða net, og tjáði lítt að nota ljósa- beitu úr því,. Undir aldamótin var neta-útvegurinn orðinn mikill og dýr. Margir bátar höfðu þá 400— 500 faðma af netum. Hvert net var um og yfir 40 faðmar, ogvoru jafnan höfð þrjú net saman í tengsli. Entust hrognkelsanetin með nokkuru viðhaldi í 3 ár. Ýmsir barkalituðu netin, en aðrir lituðu þau úr hellulegi, og þótti það gefast betur. — Flestir höfðu þó net sín ólituð. Talið var að netaútvegur slíkur sem hér grein- ir, kostaði um 300 krónur. Pegar vörpusíld fékkst, var henni jafnan beitt eingöngu, og tjáði eigi að nota aðra beitu úr því. Á innri miðum var á vorin lóðin jafnan lögð niður aftur með nýrri beitu, um leið og dregið var. Var það nefnt að beita út. LÓÐAMIÐ. Hvarvetna í fiskiveiðiplássum hefir sá siður verið að liafa kenni-' leiti á landi, og sérstaklega í fjöll- um, til þess að segja til um, hvar byrjað væri að leggja lóðir og hvar endað væri. Pessi voru nöfn á lóðamiðum Bolvíkinga, taliðinn- an frá: Geirastaðabær, fram undan Ós- hólum, Tunguhorn, Hyrnur, Gil — Kennileiti þessi eru í Erninum, sem er við þorpið, eða eru mið- tið í það fjall, og mega mið þessi teljast framundan Bolungavík- inni. — Þá er Skarð, Núpur, Stein- ar, Nes, (þegar sér í Straumnesið undan Rípnum) — Stakki, Djúp- þúfa, Grunnskafl. Þrjú þau síðast- nefndu kennileiti eru; í Straumnes- inu. Svo kemur Öskubakur, fjall- ið utan við Skálavík, er það kem- ur undan Stigahlíðinni, síðan Innri-Kambur, Skálagil, Ytri- Kambur, Bakkadalur. Mið þessi eru í Skálavíkinni.. Svo kemur Kvíin, hið nafnkunna mið, er Þur- íður gamla seiddi fiskinn á í fornöld. — Kvíin er slakki í Straumneshlíðina innanverða — þá Hamrar, Eldingar, Melar, Kleif. Þau síðastnefndu eru í Aðalvík austanverðri. Sjaldan var lengra farið að vetrinum en í Eldingar, en að vori stundum í Kleif. Það var talinn um 4 stunda róður í logni. Framh. Konur, sem hafa gerzt kaupendur að Dvöl, hafa yfirleitt reynzt sórstak- lega skilsamir kaupendur, en viðast eru pær í minni hluta kaupendanna. f einni sveit a landinu eru shilkur pó fleiri (sex), scm kaupa Dvöl, heldur en karlmenn. Það er í Mývatnssveit. Línur rugluðust í prentun pessarar visu P. ö. siðast: Höðan úr lilaði Rógur reið, Ranglætið og lllgirgnin, Lygi og smjaður skelltu ú skeið — skárri er pað nú fylkingin. —

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.