Dvöl - 01.04.1938, Page 68

Dvöl - 01.04.1938, Page 68
146 DVÖL / Utvarpsvísm\ Um 500 botnar hdfa borizt í vísubyrjunína: „Lengist dagur, ljómar sól, lífsins hagur bætist". Margir botnarnir eru mjög svip- aðir að efni og orðavali, og erfitt að gera upp á milli þeirra: Hér eru nokkur sýnishorn: Fagnar saga á sumarstól, sál, í Braga kætist. Krietleifur ci Stói'fí-Kroppi. Verður fagurt vítt um ból, vorsins saga rætist. Glsli í Eyhildarholti.. Grænan lagar landi kjól, ljúft og fagurt. mætist. Kristjcín Sigtirftsson, Brúsastödiiin.. Deyfðarbragur dregst í skjól, draumur fagur rætist. Porkell Giiðmfíiidsson, Skerjafirdi. Sumar'oragur hjúpar hól, hauðrið fagurt kætist. Böhoor Bjarnason, Hrafnseijri. Ómar lag frá Alvalds stól, upphafssagan rætist. Nafnlaust.. Hér eru svo loks nokkrar snotr- ar vorvísur, sem hafa flotið með ,,botnunum“ úr ýmsum áttum: Streymir í æðuin örar blóð, óma kvæði í blænum. Kvöldsins flæðir geislaglóð gull sem blæði á sænum. Pórdís Jónasdóttir.. En Sumarliði Jónsson á Fells- enda leggur til að iiafa seinni part vísunnar svona: Dreyma liæðir Ijúflingsljóð, ljóma í klæðum grænum. Frá Quðjóni Jónssyni á Reyð- arfirði er þessi sléttubandavísa: Sóiarblíða hyllir liljóð, hagann prýða vorin, iiólar fríðir gyllast glóð, gróa tfðum sporin. Pessi sjéttubandavísa er frá ,,Fljótsdæling“: Roðar fjöllin eygló enn, auðan völlinn gyllir, boðar öllum sumar senn, sína köllun fyllir. Kona úr Skaftafellssýslu vill hafa vorvísuna svona: Lengjast dagar, lyftist sól, lýðir magnast pori, grænka hagar, hlýnar ból, hjarðir fagna vori. Loks er þessi staka frá hús- freyju í Borgarfirði: Enginn „brestur" berst um Frón, bíð ég þögul — annan slaginn. — Getið þér ekki — góði Jón, gefið einn koss — á mánudaginn?

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.