Dvöl - 01.04.1938, Side 69

Dvöl - 01.04.1938, Side 69
D V Ö L 147 Þjóðmálaþættir 1 þáttum þes3um verða alls elcki hafð- ir fyrir augum hagsmunir neins ákveð- ins stjórnmálaflokks. Dvöl hefir alltaf haldið sig fyrir utan hið pólitíska flokka- þras og hún mun alls ekki gerast mál- gagn neins stjórnmálafioicks, þótt við og við kunni hún að birta smáþætti, er snerta þjóömálin, lesendunum til um- hugsunar, hvaða skoðanir, sem þeir hafa á þjóðmálum. Þó að sá er þetta ritar hafi verið í einum vissum stjórnmála- flokki síðan hann var stofnaður, þá dettur honum ekki í hug að halda að margt sé ekki nýtilegt i öðrum flokkum og skoðunum manna í þeim. Og það mun vera fjarri því um flesta dálítið hugs- andi menn, að þeim finnist allt ágætt í sínum flckki, þó aö þeir séu þar af því þeim fjnnst þar skást umhorfs eða þá að þeir lafa þar af gömlum vana. Eyðsla eða umbætur. Lað trúa allmargir því, að um- bæturnar á síðari árum hafi orð- ið of örar hér á landi og þcss vegna sé þjóðin stórskuldug. í Dvöl hefir áður verið birt með rökum, sem hvergi hafa verið ve- fengd, dálítið sýnishorn af því, hversvegna íslendingar eru fyrst og freinst skuldugir og fátækir. Jafnframt j>ví voru færð fram nokk- ur dæmi til skýringar uni það, hve mikilsverðar framkvæmdir kosta þjóðina lítið í samanburði við ýmsa óþarfa eyðslu. Tilfærðar voru í umræddri grein 120 mill- jónir króna, sent íslendingar höfðu borgað út úr landinu á nokkrum árum, að miklu leyti að óþörfu. Qreinin um þetta var í 4. hefti 4. árg. og til viðbótar við hana tók ég eftirfarandi dærni m. a. fram síðar til skýringar: Hefði þeim peningum verið safnað saman, sem greiddir voru út úr landinu fyrir smjör og osta á umræddum 15 árum (þ. e. 1918—1932, en j>að eru einmitt árin, sent íslendingar komust aðal- lega í skuldir við önnur lönd), þá nægðu þeir nú til þess að borga tvö þúsund verkamönnum tíu kr. á dag annamánuðina: júní, júlí, ágúst og september. Ynnu svo þessir 2000 menn við vegavinnu og reiknað væri að kostaði um sex þúsund krónur að leggja livern kílómetra vegarins (sem .lætur nærri að kosti þar, sem veg- arstæði er sæmilegt), þá legðu þessir menn veg þennan tíma álíka langa leið og frá Borgarnesi til Akureyrar (það eru 330 km.). Og þegar búið væri að borga þeim allt stimarkaupið út í hönd, þá væru þó eftir peningar af þessari upphæð, sem nægðu til þess að greiða andvirði jafnmargra (um 40) átján nianna bifreiða og nú eru til af þeirri stærð hjá B. S. A. og Steindóri — og eru samt engir

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.