Dvöl - 01.04.1938, Side 72
150
D V Ö L
lííi heldur en þessir rúmir 100000
menn gera, sem nú búa hér.
Ferðamannaland.
Um langt skeið hafa móttökur
erlendra ferðamanna verið ein af
stærri atvinnugreiiium frænda
vorra Norðmanna. Telja þeir scr
tekjur af ferðamönnum nokkra
tugi milljóna króna á ári hverju.
Að ýmsu leyti hefir Norcgurbetri
skilyrði til þess að vera ferða-
mannaland, heldur cn ísland. Ým-
islegt hefir ísland þó betra að
bjóða. í þeim efnum. Hér em t. d.
vattis-, gufu-, brennisteins- og
goshverir. Ekkcrt slíkt hefir Nor-
egur. Hér eru margbreytileg hraun
og hellar. Ekki er það í Norcgi.
Hér er meira af jöklum; þeir eru
nær byggðitini og að vmsu leyti
skemmtilegri en í Noregi. Hér er
meira víðsýni en víðast í Noregi,
betri laxveiðiár o. s. frv. Yfirleitt
cr ísland mjög æfintýralegt íhug-
um þeirra, sem hafa lesið velskrif-
aðar bækur héðan eða fengið góð-
ar sagnir á annan liátt um ísland
og íslenzka þjóð. f>rjú til fjögur
atriði draga aðallcga úr ferða-
mannakonutm liingað: Ötrygg og
oft slæm veðrátta, löng sjóferð,
skortur á góðunt gistihúsum, einkr
um á fegurslu stöðum landsins og
ónógt upplýsinga- og ,,agitaions“-
starf fyrir íslandi sem ferðamanna-
landi.
Ot um heim hefir yfirleitt ríkt
fáfræði og leiðbeiningaskoriur um
ísland. Hér liafa útlendingar oft
mætt óhæfilegu okri og ýmiskonar
menningarskorti. Fram að ár-
inu 1932, hafði engin almennupp-
lýsingaskrifstofa verið rekin hér
fyrir ferðamenn, að undanteknu
því, að umboðsmcnn erlendra
ferðafélaga höfðu hér opnar leið-
beiningastöðvar, helzt örfáa daga
á sumri í sambandi við komu
hinna stóru farþegaskipa félaga
sinna á Reykjavíkurhöfn. En 1932
stofnuðu tveir áhugamenn Ferða-
skrifstofu íslands og starfræktu
þeir hana í fjögur ár (ásamtþriðja
manni síðari árin) á bezta stað í
miðjum Reykjavíkurbæ. Höfðu
flest sumargistihúsin þar af-
greiðslu og þar voru gefnar ókeyp-
is upplýsingar og leiðbeiningar og
margskonar fyrirgreiðsla um
ferðalög, hverjum sem hafa vildi.
Á afgreiðslunni var m. a. komið
upp haganlegri útsölu á ýmiskonar
íslenzkum smekklega unnum vör-
um. Brátt varð mjög mikil aðsóku
að þessari stofnun, þrátt fyrir
þröng kjör hennar. Nokkrar þús-
undir manna komu í hana á hverju
sumri meðan hún starfaði til þess
að fá upplýsingar og til þess
að ta!;.. þátt í hópferðum, sem hún
byrjaði að koma á út á landið,
cn sem Ferðafélag íslands tók síð-
an við og starfrækir nú á hvcrjú
sumri í stærri stíl og mörgum ti!
fróðleiks og ánægju. Auk þessa
augh'sti ferðaskrifstofan ísland
sem ferðamannaland út uni heim,
eftir því, sem efnin leyfðu. En
ekki fann þessi stofnun náð fyrir