Dvöl - 01.04.1938, Side 74

Dvöl - 01.04.1938, Side 74
152 D V Ö L stundum nær því ótakmarkaðar fjárhæðir, en á móti er ekki kraf- ist ákveðins starfs eða árangurs. Ættu menn almennt von á því að hækka eða lækka í störfum og launum, eftir því sem þeir leystu verkin af höndum — og missa þau alveg, leysi þeir ekki ákveðið hæfilegt lágmarksstarf af hendi, þá væri víða öðruvísi um- horfs heldur en nú er. Fram að þessu hefir venjulega verið siður- inn, að þegar einhver cr búinn að fá embætti eða starfa hjá ríkinu — og það sækjast eðlilega marg- falt fleiri eftir að fá heldur cn þeir sem að komast — þá er talin skylda að láta þá lafa í þjönustu ríkisins, næstum hvernig semþeir leysa störf sín af hendi. Stefnu- breyting, í þ'essum efnum er eitt af nauðsynjamálum framtíðarinnar. En það er margt fleira en ríkis- stofnunardoðinn, sem er að ferða- málunum. Eitt af því er afskipti ríkisins af veitingum, svo sem veilingaskatturinn o. íl. Ríkið krefst þess, að þegar seld er t. d. mál- tíð syöngum ferðamanni á kr. 1.50 —2.00, að þá renni 10°/o af and- virðinu í ríkissjóð, og alveg sama þó að allt efni í máltíðina sé fram- leiðsla bændanna umhverfis veit- ingahúsið. Og þetta gjald rennur svo til almennra þarfa ríkis- ins. Or því þcssi veitingaskattur er, þá ætti hann heldur að renna í veitinga- og gistihúsasjóð, cr hefði það hlutverk að gera heim- ili ferðamannsins betri, vistlegri, stærri og fleiri, og gjarnan hefði a. m. k. eitthvað af fcrðaskrifstofu- gjaldinu mátt ganga til slíkra liluta. Eitt af því sem gerir mörgum ferðamönnum nær því ómögulegt að koma til landsins er skortur- inn á góðum gistihúsum, einkum á fögrum og aðlaðandi stöðum uppi í landinu, þar scm ferðamenn hafa jnesta ánægju af að dvclja. En tíminn er svo stuttur, sem sumargistihúsin fá gesti, að þaö er varla liægt að búast við því að einstakir menn geti reist J>au og rekið, svo að Jiað borgi sig, a. m. k. fyrstu árin. Rað væri því full þörf á því að ríkið breytti um stefnu og færi að stuðla að því —í..í stað áníðslu — að reist yrðu góð gistihús á líklegum ferða- mannastöðum. Góð gisti- og veitingahús á að- laðandi stöðum, séu þau vel rekin af sæmilega menntuðu fólki, er eitt höfuðskilyrði fyrir auknum ferðamannastraum til landsins og þar með stórauknum tekjum lands- manna af erlendum ferðamönnum. Einkennilegt land ognáttúrufeg- urð þess er tekjustofn, sem lands- menn eiga eftir að fá drjúgar tekjur af, án þess að skerða hann fyrir ókomnum kynslóðum. Rúmið leyfir ekki að ræða þetta mál frekar að sinni, en það verður eittaf stærri fjárhagsmálunum í af- komu og menningu íslendinga, þegar vaknar almennur skilningur og áhugi fyrir þessum þætti þjóð- málanna. V. G. L

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.