Dvöl - 01.04.1938, Síða 78

Dvöl - 01.04.1938, Síða 78
156 D V Ö L stjórmnálaflokk i skjóli einstaka eigu- legra hlutlausra bóka, er það g-efur út sem skrautskilti, — eða hvort það legg- ur fyrst og fremst stund á að gefa út listrænar og fróðlegar bækui', er mennt- unarfúsir menn hafa ánægju af að njóta, hvaða stjórnmálaflokk sem þeir aðhyll- ast. Ný Ijóöabók. AUt frá tímum fyrstu Islandsbyggð- ar hafa landsmenn verið mjög ljóðelskir og mikið fengist við að fella í bundið mál, það sem þeim hefir verið ríkt í huga. Á blómaöld þjóðarinnar, nokkru eftir að landið byggðist, nær Ijóðagerð- in hæst, cn fór svo aftur á miðöldunum, um leið og þjóðinni. En jafn-skjótt og fcr að lýsa af nýjum degi í þjóðlífinu, birtir lika yfir ljóðagerðinni. En þegar stríðsgróðamenningin flæddi yfir land- ið, þá var eins og afturför kæmi í kveð- skapinn og varla sést enn, að nokkrir komi fram á síðustu 20—30 árunum, er geti tekið upp merki Matthíasar, Þor- steins Erlingssonar, Stephans G., Einars Bcn. og annara snillinga á fi-umort ljóð, sem við miðaldra mennirnir vöndumst við að fá sífellt ný og ný kvæði frá á uppvaxtarárunum. En einn ljóðaþýðanda ber mörgum saman um að við höfum nú eignast, er taki öllum þeim eldri fram í þeirri list. En þó að skáldin, sem komið hafa fram síðan á striðsárunum, nái tæplega þeim fyrr töldu, þá er allt- af mikið- um ljóðagerð, og fjöldi manna, scm fæst við að yrkja. Dvöl, t. d., getur tæplega birt, vegna rúmleysis o. f 1., meira en svo sem 5% af því sem henni berst í bundnu máli. Og alltaf eru að koma út nýjar ljóðabækur. Margt aí þessu er laglega ort, þótt oft vanti í það veruleg tilþrif. Mjög oft er efnið svipað og marg sungið áður, þó að rímiö sé laglegt. Hjá einstaka mönnum bregð- ur þó fyrir verulegri list og þeir eru svo frumlegir að veruleg nautn er að lesa ljóð þeirra. Og er lesendum Dval- ar kunnir að nokkru flestir þeir beztu, þar sem hún hefir flutt ljóð eftir þá. Einn af þeim, sem Dvöl hefir fengið kvæði frá og birt all-mikið eftir er Guðmundur Ingi Kristjánsson að Kirkjubóli í önundarfirði. Hann fer sín- ar eigin götur, kveður um mjólkina, harðfiskinn, hvítar gimbrar og hrútana, votheyið, sáninguna, bókaskápana o. m. fl. úr daglega lífinu og því, sem næst er mönnum hversdagslega, en þeir veita oft litla athygli. Það hafa mjög fá kvæði komið á prenti eftir Guðmund Inga annars staðar en í Dvöl, en það hafa margir tekið eftir kveðskap hans og þótt hann sérkennilegur, nýr og skemmtilegur, þótt ýmsir kysu á að hann heflaði kvæði sín talsyert betur en hann gerir enn þá. -— Nú er að koma út Ijóðabók eftir Guðmund Inga og er líklegt að marga fýsi að eignast hana. Það munu verða í henni m. a. talsvert af kvæðum þeim, sem áður hafa birzt í Dvöl og máske líka kvæðið „Mánudags- morgunn“, sem birtist hér í þessu hefti, og sem skáldið sendi Dvöl strax og það var ort, en kvæðið komst ekki vegna þrengsla í síðasta hefti. Kvæði Guðm. Inga eru kvæði hins starfsglaða æskumanns. Þau eru ekki full af víli og voli, eins og einkennandi er um kvæöi allmargra yngri manna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.