Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 9
Hlin
7
Jef hef reynt að hafa þau atriði í huga, sem hjer eru
nefnd við útgáfu og ritstjórn blaðsins. — Og jeg vil nota
tækifærið til að þakka kærlega, konum og körlum, hve
vel „Hlín“ hefur verið tekið. — Þakka fyrir alla hjálpina
við söluna og afgreiðsluna, fyrir skilvísina, fyrir allar
frjettirnar og fyrir góðu greinarnar.
Ritið hefur tekið sjer fyrir hendur að minnast jafnan
þeirra mála, sem Samband norðlenskra kvenna gerði að
stefnuskrármálum sínum þegar í fyrstu byrjun (1914).:
Uppeldis- og fræðslumál, Heilbrigðismál, Heimilisiðnað-
armál og Garðræktarmál. Og þá hefur ekki verið gleymt
að taka með minningargreinar um merkar íslenskar
konur.
Stjórnmál, sem álitið var að kynni að valda klofningi,
voru útilokuð. — Það hafa heldur ekki orðið neinir
árekstrar þessi árin, allir flokkar unnið saman í ein-
drægni.
Það varð að ráði, er áskorun kom fram á fundum S. N.
K. að stofnað yrði málgagn fyrir Sambandið, að ritið yrði
selt sölulaunalaust, og að staðið væri í skilum.
iÞetta tvent var lífsskilyrði, sjerstaklega ef blaðið átti að
vera ódýrt. — Þessi tvö skilyrði hafa verið haldin til hins
ýtrasta öll árin.
Þessvegna heldur „Hlín“ velli, og nær nú til allra ís-
lenskra kvenna, bæði austanhafs og vestan. — Og upplag-
ið hefur haldið stærðinni og útbreiðslunni nú um
mörg ár.
Um framtíðina er ekki hægt að spá neinu.
En það er von mín, að „Hlín“ lialdi velli og njóti jafn-
an vinsælda fólksins, hver sem í hlut á##)
##) Jeg mæltist til þess við nokkrar konur, að þær ljetu í ljós
álit sitt um „Hlutverk kvennablaðs“, almenb — Birtast hjer
umsagnir fjögra merkra kvenna.
Halldóra Bjamadóttir.