Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 149
Hlín
147
Sitt af hver ju.
Bjöm Gunnlaugsson, „Spekingurinn með barnshjartað",
samdi Njólu (Nóttin).
Formáli Njólu: 1. Þess. 5. kap. 21. vers: „Prófið alt, haldið
því sem gott er.“
„Njóla eður auðveld skoðun himinsins með þaraffljótandi
hugleiðingum um hátign Guðs og alheimsáformið, eða hans til-
gang með heiminn.“ (1842, fyrsta útgáfa.)
Gamalt fólk kunni langa kafla úr Njólu fyrir aldamótin í
sveitum á Norðurlandi.
Fyrsta erindi í Njólu, — en þau eru 400:
Meistari himna mikli þú
mig þinn andi hneigi,
svo hugurinn nokkuð hugsa nú
um hátign þína megi.
Landlegur. — Á s.l. vetri var mikið um landlegur í sjópláss-
um. — Hvemig notuðu nú aðkomumennimir tímann? — Sjálf-
sagt misjafnlega. — Margir sjer til gagns á einhvern hátt, aðrir
sjer til ógagns. — Það væri ekki vanþörf á að veita þessum
mönnum tilsögn, helst verklega, svo tómstundirnar notuðust
vel. Sjálfsagt fá sjómennirnir messur, erindi, aðgang að bóka-
safni o. s. frv. En margir hefðu gaman af að dunda við ýmislegt
í höndunum. Nágrannaþjóðir okkar hjálpa sjómönnum í land-
legum í því efni.
Það er gaman að athuga,hvernig menn notuðu tómstundirnar
í sjóplássum í gamla daga:
Hallbjörn Oddsson, barnaltennari á Akranesi, 83 ára, segir
svo frá í bókinni „Fólkið í landinu“, 1951:
„Mjer fanst allir Vestfirðir eiga eitt sameiginlegt: Það var hin
mikla starfslöngun og vinnugleði. — Þegar ekki gaf á sjó, gengu
menn, sem áttu heima nálægt verstöðvunum, heim til sín og
unnu þar allan daginn við húsabætur og jarðabætur — eða
ýmislegt annað ,sem þeim þótti mest við þurfa, en komu sjer
svo í verbúð sína að kvöldi, til þess að vera til taks, ef á sjó
gæfi að morgni.
Menn halda nú, ef til vill, að menn sem bjuggu svo langt frá
10*