Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 77
Hlín
75
upp að hinu livíta, mikla liásæti eilífðarinnar, þar sem
Drottinn sjálfur situr og alt hverfur fyrir, hver með sína
bók.
Og bókunum var lokið upp.
En þetta skiljum vjer. — Og oss finst það meira að
segja ofur einfalt og auðskilið. — Útskýringin fylgir líka
textanum berum orðum: Verk mannanna standa skráð
í þessum bókum.
IJað er eins og annarsstaðar er komist að orði í þessu
sama riti: „Verk þeirra fylgja þeim.“
Vjer förum þá hjeðan hvert með sína bók, og eftir
henni, því sem í hana er skrifað, verðum vjer dæmd á
hinsta degi frammi fyrir honum, sem í hásætinu situr.
Og er nú þetta ekki orðið nóg umhugsunarefni?
Bókin mín og þín.
Hviað höfum við í þær skrifað hingað til, á umliðnum
tíma? og hverju ætlum við að bæta þar við nú á nýju og
næsta örlagaríku starfsári, sem hjer er að hefjast? Og
síðar?
Þegar vjer vorum lítil börn, var æfi vorri stundum
líkt við bók, sem ekkert var énnþá skráð í, „eins og
ósnortið, óskrifað blað,“ sögðu menn um oss.
Svo er um líf livers einstaklings í upphafi. — í byrjun
vegferðar á þessari jörð verður ekkert með vissu vitað um
framtíð vora. Og þetta á við alla jafnt, bæði stóra og
smáa, sem vjer köllum svo, fátæka og ríka.
Að vísu ráða erfðir og umhverfi miklum örlögum. —
Sumir fæðast inn í veröld, sem býr þeim flest skilyrði
fylsta vaxtar og þroska, og leggur jreim í hendur nálega
alla hluti, er stutt geta að lífsláni jreirna og farsæld. — En
öðrunr er að þessu leyti þrengri stakkur skorinn, og þurfa
cf til vill frá morgni æfinnar að heyja lrarða baráttu fyrir
tilveru sinni lyrst og frenrst, gengi sínu og gæfu á lífs-
brautinni. — Afstöðunrunur Irinna mörgu einstaklinga er
að þessu leyti ákaflega mikill, eins og allir sjá og viður-
lcenna, og oft nreiri en nokkur veit. — En þó er ósjaldan