Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 158
156
Hlín
ur, kveðast á og þ. h. — Veitingar eru svo frambornar: Pönnu-
kökur, kleinur og lummur, ásamt kaffi.
Hafa konur gert góð'an róm að þessu, og býst jeg við, að engin
þeirra vilji fara á mis við kvöldvökuna.
í vor höfum við svo ákveðið Iðnsýningu, 1. sunnudag eftir
páska ,ef Guð lofar. — Gaman hefði verið að fá lánuð falleg
sýnishorn af vel gerðum ullariðnaði, en til þess er líklega of
langt á milli okkar. (Sýnishornin voru send.)
Jeg er oft að hugsa um starfsemi kvenfjelaganna, Halldóra
mín. Mjer finst þau standa á dálítið erfiðum tímamótum, finst
þau þurfa að leggja meiri áherslu á þjóðleg fræði og kristileg
heldur en nú er. — Samböndin ættu að gangast fyrir umferða-.
kenslu í handavinnu og föndri, svo hvert fjelag fengi heimsókn
a. m. k. einu sinni á ári.
Jeg hef haft hjer sunnudagaskóla með börnum síðan 1950, kl.
2 alla sunnudaga að vetrinum, sem ekki er messað hjer. — Mjer
þykir vænt um þetta starf, og vildi fegin geta lagt meiri alúð
við það. — Jeg vildi óska að, íslenska þjóðin eignaðist sem
flesta menn, karla og konur, sem fyndu hjá sjer löngun til að
leiða æskuna til Guðs. — Jóhanna Vigfúsdóttir, Munaðarhóli.“
Samband borgfirskra kvenna hjelt 25. aðalfund sinn vorið
1956 í boði Kvenfjelags Stafholtstungna í Vai-malandi. — í
Sambandinu eru 17 fjelög, fjelagatala 557. — Húsmæðraskólinn
á Varmalandi átti 10 ára afmæli 10. júní 1956.
Þrjár konur, sem verið hafa brautryðjendur í Sambandinu
frá upphafi, voru kjömar heiðursfjelagar: Svafa Þorleifsdóttir,
Réykjavík, Sigurbjörg Björnsdóttir, Deildartungu, og Ragn-
hildur Björnsson, Borgarnesi, sem hefur verið í stjórninni frá
upphafi.
Sambandið gerðist aðili í Bygðasafni Borgarfjarðar og kýs
fulltrúa til að starfa í nefndinni. Ennfremur veitir fundurinn
stjórn Sambandsins heimild til nokkurra fjárframlaga ef þarf.
Það upplýstist á fundinum, að í heimavistarbarnaskóla Borg-
firðinga á Varmalandi liggur fyrir strangt bann, um það, að
börnum úr þeim skóla má ekkert selja í nærliggjandi sælgætis-
búð nema eftir skriflegri ávísun frá skólastjóra eða kennara.
Frá Kvenfjelagi Rcykholtsdals í Borgarfirði, veturinn 1957:
— Fjelagið gefur út blað, sem nefnist „Gróður". — Konur í
fjelaginu eru um 40. — Fundir eru einu sinni í mánuði, vetrar-
mánuðina, og eru vel sóttir. — Nú höldum við fundina í húsi
Ungmennafjelagsins. — Konurnar leggja til og annast véitingar,
fjórar nágrannakonur í hvert sinn. — í byrjun hvers fundar er
sunginn sálmur og lesinn ritningarkafli. — Verkefnisnefnd, 2