Hlín - 01.01.1957, Side 162

Hlín - 01.01.1957, Side 162
160 Hlín við þau. Enn er svo það, að silfrin geta gengið ungum að erfð- um, er gömlu konurnar falla frá. Sumir segja, að þeim falli ekki peysufötin án fljetta. — Mjer finst sú hárgreiðsla, sem konur tíðka nú, þegar hárið er felt þjett að höfðinu, fara vel við húfuna. — Annars er ungu stúlk- unum ekkert til fyrirstöðu að hengja á sig keyptar fljettur. — Sannarlega sómdi það sjer betur en flest annað, sem konur hengja nú utan og innan á sig. Hvers vegna í ósköpunum eru konur í þann mund að glata þessum gamla, fagra búningi, og láta teyma sig á asnaeyrum alt eftir því, sem hausttískan blæs frá París og New York? — Hvar eru allar þessar ágætu konur, sem bygt hafa spítala, vöggustofur, barnaheimili, björgunarskip og svo ótal margt annað? — Því í ósköpunum bindast konur ekki samtökum um að varðveita íslenska búninginn sem hátíðaklæði og láta sjer sem vind um eyru þjóta, hvort Parísartískan segi þeim að vera berar í bak eða fyrir!“ Sigurlaug Guðmundsdóttir frá Ási í Vatnsdal skrifar: „Jeg er fædd á Haukagili í Vatnsdal 1868. — Foreldrar mínir voru Ingibjörg Markúsdóttir og Guðmundur Jónasson, bæði ættuð úr Húnaþingi. — Þau bjuggu á Haukagili, þar til jeg var 6 ára gömul, þá fluttu þau að Hofi í sömu sveit, og bjuggu þar í 3 ár. Á móti þeim bjuggu þar hjónin, Rannveig Sigurðardóttir og Björn Oddsson. — Þau áttu mjög vitra tík, sem Fluga hjet, henni ætluðu þau að lóga, og varð það að ráði, eftir nokkurt umtal, að fenginn væri maður á næsta bæ, sem var vanur skot- maður. — En þegar hann kom, stóð svo á, að faðir minn lá veikur í öðrum enda baðstofunnar. Kvikindi þetta var aldrei vant að aðhyllast hann neitt, en þegar maðurinn kom heim túnið með byssuna, hljóp tíkin inn og alla leið inn í hús föður míns og upp fyrir hann í rúmið og titraði þar og skalf. En er átti að sækja hana til líflátsins, sagði faðir minn: „Þið takið hana ekki í þetta sinn, því hún bað mig um líf, og jeg neita henni ekki um svo lítilfjörlega bón.“ Faðir minn átti marga vitra hunda, er meðal annars vöktu yfir túninu á vorin, og enginn maður kom þar nærri, og þótti mjer vænt um það, því annars hefði það fallið í minn hlut. Þegar jeg var 4—5 ára á Haukagili, var jeg mjög hneigð fyrir útiveru á sumrin, þá var enginn til að líta eftir mjer, en vitur hundur, sem faðir minn átti, og kallaður var Hrammur, tók það að sjer. — Yfirgaf mig ekki, hvað sem í skarst. — Enginn mátti sækja mig út á túnið nema foreldrar mínir. Þessi sami hundur var svo hneigður fyrir að fara á bæinn,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.