Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 64
62
Hlín
Uppeldis- og fræðslumál.
Heimilið og ríkið.
Erindi flutt fyrir 50 árum í Kvenrjettindafélagi Stökk-
hólmsborgar af Selmu Lagerlöf, skáldkonu.
Laufey Valdemarsdóttir, þýddi.
Konur og karlar!
Fyrst og fremst ber mjer að þakka fjelagsstjórninni,
sem iiefur boðið mjer að tala við þetta tækifæri, og í þess-
ari þökk minni felst ekki einungis viðurkenning á sóma
þeim, sem mjer er sýndur með þessu, heldur vil jeg líka
þakka það, að með því að gera mig að talsmanni kven-
rjettinda-hreyfingarinnar hefur fjelagsstjórnin neytt mig
fil þess að gera mjer ljósa þá voldugu hreyfingu og breyti
iegu, sem kölluð er kvenrjettinda-hreyfingin. — Eða hvað
finst ykkur? — Það er eitt fyrir sig að ganga í fylkingu,
fylgjast með hópnum, eins og jeg hef hingað til gert í
þessu máli. — Þá svara menn einungis fyrir sjálfa sig, og
þá getur verið nóg að hafa fasta trú á því, að hreyfingin
sje nauðsynleg og muni koma að góðum notum. — Hitt
er annað að ganga fram og kalla í þá sem fram hjá ganga
og segja, að nú sje rjetti vegurinn fundinn, og að sá geri
vel, sem gangi í lið með okkur. — Með því taka menn á
sig ábyrgð, sem þeir geta ekki risið undir nema þeim sje
Ijóst, að hreyfingunni sje þannig varið, að gott sje að berj-
ast fyrir henni, hvort sem menn bera úr býtum gieði eða
sorg, sigur eða ósigur.
Ennfremur skal jeg játa það, að þegar jeg settist niður
til þess að hugsa um þetta erindi, þá hjelt jeg, að mjer
mundi verða auðvelt að finna sannanir, sem sýndu, að
krafa okkar væri rjettmæt. — Jeg hjelt, að jeg þyrfti ekki
annað en að ganga inn í vel byrgt vopnabúr og taka fram