Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 27
Hlin
25
minningu hans á lofti, og það ekki síst vegna þess, að saga
hans opnar sýn yfir búnaðarháttu og kjör bænda fyrir og
eftir síðustu aldamót.
Foreldrar Magnúsar voru Gunnlaugur Magnússon
bóndi að Garði í Ólafsfirði og kona hans, Guðrún Jóns-
dóttir á Syðra-Hóli, Jónssonar á Sörlastöðum í Fnjóska-
dal, Árnasonar þar, Björnssonar Þorkelssonar prests á
Þönglabakka, er fórst í snjóflóði 1693.
Föðurætt hans er óljósari, en almenn sögn og um það
vísur kveðnar, að faðir Gunnlaugs væri presturinn á
Kvíabekk, og er það afarmikil dugnaðar- og þrekætt.
Magnús ólst upp með fólki sínu, þar til hann flutti inn
í Stíflu og var þar vinnumaður 4 ár, uns hann kvæntist
23. jan. 1869 ekkjunni Ástu Halldórsdóttur frá Tungu. —
Bjuggu þau í sveitinni síðast á Móafelli, og þar dó Ásta
25. maí 1884.
Hinn 25. sept. 1886 kvæntist Magnús aftur Guðrúnu
Bergsdóttur á Þrasastöðum í Stíflu, Jónssonar, er Berg-
ur af Tunguætt, og eru þar margir dugnaðarmenn og
skynsamir vel, t d. Jón háyfirdómari, Pjetur biskup,
Guðmundur Björnsson landlæknir, Baldvin Einarsson o.
fl. — Með þessu kvonfangi má segja að saga Magnúsar
hefjist.— Á uppeldisárum Magnúsar var ekki lögð áhersla
á skólalærdóminn. — Magnús fór á mis við hann, þótt
hann væri lesandi, skrifandi og reiknandi, en gáfur hans
voru góðar og farsælar, svo liann kunni að hagnýta sjer
það, er hann varðaði sem bónda. — Hann var smiður,
bæði á trje og járn, og hefur það komið sjer vel við bygg-
ingar hans. — Einkum var því viðbrugðið, hve góður
járnsmiður hann var. — Meðal annars fær um að smíða
járnverkfæri eftir lýsingu einni. — Var því oft leitað til
hans um smíðar og byggingar.
Magnús var skepnuvinur og fór vel með búpening
sinn, og var ætíð heybyrgur, hvernig sem árferði var. —
Hestamaður var hann, og góður tamningarmaður. — Oft