Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 165
Hlin
163
kristni og tómar kirkjur. — Það er óneitanlega sáludrepandi
fyrir þá að messa yfir auðum kirkjubekkjunum.
Það er lífsnauðsyn að þetta breytist. — Guð hjálpar, ef hafist
verður handa.
Það þolir enga bið.
Það yrði óbrotgjarn minnisvarði kvennanna, ef þeim auðn-
aðist að hefja þessi mál til vegs og virðingar.“
Ung kona skrifar: „Jeg hef verið slæm aí taugagigt núna
lengi. Jeg hef ljósalampa, og svo reynir bóndi minn að nudda
mig. — Alt eftir læknisráði, blessuð! — Og svo hef jeg altaf svo
góða trú á vorinu, jeg treysti því alveg statt og stöðugt, að jeg
lifni við eins og annað í blessaðri nátúrunni með hækkandi sól
og vori. — Heldurðu það ekki líka?
Það rann nú upp fyrir mjer hjerna á dögunum, að jeg er nú
ekki nema 42 ára, og jeg get hæglega átt annað eins eftir, ef
forsjónin vill. — Og tíminn sem eftir er ætti í rauninni að vera
mönnum drýgri, en það sem liðið er, það er að segja, ef heilsan
er í sæmilegu lagi. — Maður er búinn að ljúka svo mörgu af, til
dæmis barneignum, svo þá ætti að vera hægt að snúa sjer að
ýmsu öðru, sem hugurinn girnist. — Annars hef jeg líka mínar
svartsýnis stundir, þegar mjer finst alt ómögulegt, en jeg held
það gangi yfir eins og hver annar sjúkdómur.
Jæja, Halldóra mín, jeg tala líklega nokkuð mikið um sjálfa
mig, en það er stundum gott að úthella svolítið hjarta sínu við
einhvern annan en manninn sinn. — Þú sagðir í síðasta brjef-
inu þínu, þegar þú kvaddir mig: „Þín vinkona, Halldóra.“ —
Það gladdi mig mjög mikið. — Jeg ætla að trúa þjer fyrir því,
að jeg hef aldrei átt neina vinkonu. — Náttúrlega þekki jeg
ýmsar konur, en jeg hef aldrei komist í neitt andlegt samband
við neina þeirra. Og nú ætla jeg að hætta í bili, en bið Guð
að standa með þjer æfinlega."
Úr afskektri sveit á jólaföstu 1956: „Jólin okkar eru í áttina
að vera eins og hjá öðru fólki. — Við höfum jólatrje, heimatil-
búið, og altaf það sama, nema hvað nýtt lyng er bundið á um
hver jól, svo það getur staðið algrænt eins og jólatrje á miðju
stofugólfinu, uppljómað með kertum (því við höfum enn ekki
fengið rafmagn), og prýtt með ýmsu venjulegu jólaskrauti og
sælgætiskörfum. — Það er gengið í kringum það og jólasálmar
og vers sungið og spilað á orgel. — Það er altaf helg stund, sem
hvorki börn nje fullorðnir vilja án vera. — Við höfum líka
ástæðu til að vera þakklát fyrir alla vinsemdina frá ástvinum
og kunningjum, sem berast til okkar í brjefum, kortum og jóla-
11*