Hlín - 01.01.1957, Page 165

Hlín - 01.01.1957, Page 165
Hlin 163 kristni og tómar kirkjur. — Það er óneitanlega sáludrepandi fyrir þá að messa yfir auðum kirkjubekkjunum. Það er lífsnauðsyn að þetta breytist. — Guð hjálpar, ef hafist verður handa. Það þolir enga bið. Það yrði óbrotgjarn minnisvarði kvennanna, ef þeim auðn- aðist að hefja þessi mál til vegs og virðingar.“ Ung kona skrifar: „Jeg hef verið slæm aí taugagigt núna lengi. Jeg hef ljósalampa, og svo reynir bóndi minn að nudda mig. — Alt eftir læknisráði, blessuð! — Og svo hef jeg altaf svo góða trú á vorinu, jeg treysti því alveg statt og stöðugt, að jeg lifni við eins og annað í blessaðri nátúrunni með hækkandi sól og vori. — Heldurðu það ekki líka? Það rann nú upp fyrir mjer hjerna á dögunum, að jeg er nú ekki nema 42 ára, og jeg get hæglega átt annað eins eftir, ef forsjónin vill. — Og tíminn sem eftir er ætti í rauninni að vera mönnum drýgri, en það sem liðið er, það er að segja, ef heilsan er í sæmilegu lagi. — Maður er búinn að ljúka svo mörgu af, til dæmis barneignum, svo þá ætti að vera hægt að snúa sjer að ýmsu öðru, sem hugurinn girnist. — Annars hef jeg líka mínar svartsýnis stundir, þegar mjer finst alt ómögulegt, en jeg held það gangi yfir eins og hver annar sjúkdómur. Jæja, Halldóra mín, jeg tala líklega nokkuð mikið um sjálfa mig, en það er stundum gott að úthella svolítið hjarta sínu við einhvern annan en manninn sinn. — Þú sagðir í síðasta brjef- inu þínu, þegar þú kvaddir mig: „Þín vinkona, Halldóra.“ — Það gladdi mig mjög mikið. — Jeg ætla að trúa þjer fyrir því, að jeg hef aldrei átt neina vinkonu. — Náttúrlega þekki jeg ýmsar konur, en jeg hef aldrei komist í neitt andlegt samband við neina þeirra. Og nú ætla jeg að hætta í bili, en bið Guð að standa með þjer æfinlega." Úr afskektri sveit á jólaföstu 1956: „Jólin okkar eru í áttina að vera eins og hjá öðru fólki. — Við höfum jólatrje, heimatil- búið, og altaf það sama, nema hvað nýtt lyng er bundið á um hver jól, svo það getur staðið algrænt eins og jólatrje á miðju stofugólfinu, uppljómað með kertum (því við höfum enn ekki fengið rafmagn), og prýtt með ýmsu venjulegu jólaskrauti og sælgætiskörfum. — Það er gengið í kringum það og jólasálmar og vers sungið og spilað á orgel. — Það er altaf helg stund, sem hvorki börn nje fullorðnir vilja án vera. — Við höfum líka ástæðu til að vera þakklát fyrir alla vinsemdina frá ástvinum og kunningjum, sem berast til okkar í brjefum, kortum og jóla- 11*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.