Hlín - 01.01.1957, Side 86
84
Hlin
Við verðum að varast fúann sem legst að rótum menning-
ar okkar.
Sjáið þið ekki, hvernig vaxandi lítilsvirðing fyrir
kristinni trú nagar rætur trjesins?
Víst er kominn tími til að spyrna við fótum.
Við megum ekki láta börnin okkar leggja upp nestis-
laus á veg lífsins.
í stað þess að tala með lítilsvirðingu um þá, sem virða
Guðs orð, ættum við sjálf að taka biblíuna og sjá, hvað
þar stendur.
Eigum þátt í að hefja trúna til vegs og virðingar.
Með því getum við átt þátt í því að forða mannkyninu
frá því að tortíma sjálfu sjer.
Og hver veit nema við sjeum með því að leggja stein-
völu í grunn Þúsundáraríkisins, hins mikla draums skap-
arans.
Úlfur Ragnarsson, áður hjeraðslæknir að Kirkju-
bæjarklaustri, nú hælislæknir í Hveragerði.
Tómstundir.
Sumir halda því fram, að ræki maður sín daglegu störf
viðunanlega varði það litlu hvernig þeir verja tómstund-
um sínum. — En þetta er hinn mesti misskilningur.
Tíminn er, eins og við vitum öll, dýrmætur, og tóm-
stundirnar, — einmitt þær stundir, sem við höfum afgangs
daglegu störfunum, eru, ef til vill, allra dýrmætasti tím-
inn. — I>að eru stundirnar, sem við eigum með okkur
sjálf. — Það varðar áreiðanlega miklu fyrir manngildi
okkar, okkar eiginlega mann, hvernig við verjum þeim. —
Þær gefa okkur ómetanleg tækifæri til þess að auðga anda
okkar og rækta okkar hugarheim.
Öll góð ræktun er mikilvæg, en þetta hygg jeg þó vera