Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 11
Hlín
9
fram óskir og kröfur, en stundum erfitt að sníða stakk eft-
ir vexti.
Hjúkrunarkona í Reykjavík skrifar:
Hlutverk Kvennablaðs virðist mjer í fljótu bragði vera
það að glæða og göfga mannssálirnar með hollu og góðu
lestrarefni, gjarnan. frásögnum af hetjulegri baráttu í
hversdagslífinu, marma sem kvenna, lífs sem liðinna.
Vel þegnar eru leiðbeiningar um barnauppeldi, stöðu-
val, tómstundaviixnu, holt mataræði, fegrun og snyrtingu
— utan húss og innan.
Ánægju hafa margir af snrásögum, þulum, kvæðum,
skrítlum og spakmælum.
Sem sje, ekkert mannlegt má vera góðu kvennablaði
óviðkonrandi — og þá má heldur ekki gleyma að nrinna á
að fara vel með málleysingjana, lrúsdýrin okkar og fugl-
ana. — M. J.
Sigurlaug Árnadóttir, Hraunkoti í Lóni í Au.-Skaft.,
skrifar:
Ritstjóri „Illínar" spurði mig, lrvort jeg vildi leggja
orð í belg um það, hvert væri Hlutverk kvennablaðs. —
Gjarnarx vil jeg verða við þeim tilmælum, en þegar jeg
fór að hugleiða efnið varð það yfirgripsmikið í huga mín-
um. — í raun og veru er kvennablaði, ekki síður en öðr-
um blöðum, fátt mannlegt óviðkomandi, þ. e. a. s. það
ætti að láta sig varða alt, sem er stórmannlegt — en hirða
lítt um hitt.
1) Kvennablað mun fyrst og fremst líta á það sem hlut-
verk sitt, að fræða og ræða um þau mál og störf, sem kon-
um eru hugleiknust, eða sem mikill meirihluti þeirra
ynnir af hendi. — Þar koma móður- og húsmóðurstörfin í
fremstu röð.
Eiginkona, móðir og húsmóðir er kjarni hvers heimilis,
hún þarf að vera, og er oftast, sá miðpunktur, sem hring-
rás heimilanna snýst um. — Snyrtileg umgengni, góð