Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 44
42
Hlín
eru gengin úr leik og taka ekki lengur þátt í dagsins önn.
— iÞá finst okkur við ekki lengur hafa neitt til þeirra að
sækja. — En Kristín í Hrauni gleymdist ekki, þegar hún
varð að draga sig í hlje. — Jeg held að fáir gestir í Hrauni
hafi látið ógert að líta til hennar í herbergið eftir að ferli-
vist hennar minkaði.
Sóttu menn þá eitthvað til hennar, eftir að hún varð
fremur þiggjandi en veitandi, í fljótu bragði sjeð? — Eða
komu menn til hennar aðeins til þess að ljetta henni lífið?
Jeg held helst að hvorttveggja hafi verið.
Jeg segi mína sögu — og þó í fáum orðum. — Jeg tel að
Kristín á Hrauni hafi verið rík, þótt veraldarauðurinn
væri af skornum skamti. — í nálægð hennar fann jeg til
fátæktar minnar. — Hún miðlaði trú og trausti á algóðan
Guð. — Af því átti jeg minna. — Hún átti mildi til mann-
anna og skilning. — Af þessu átti jeg enn minna. — Svo
átti að heita, iað jeg hefði notið meiri mentunar en hún. —
En yfirburðirnir voru hennar, bæði að þekkingu og vits-
munum, þegar öll kurl koma til grafar. — Skóli lífsins
hafði orðið henni notadrjúgur. — Hún las og lærði á gam-
alsaldri nýort ljóð, ef henni fjellu þau í geð. — Þar kunni
hún að velja og hafna. — Sýnir þetta, að hún hjelt óskert-
um sálarkröftum til hins síðasta. — Hún hafði ætíð verið
Ijóðelsk, og var ánægja að heyra hana lesa ljóð, sem höfðu
hrifið hana.
Kristín Þorgrímsdóttir var fædd 23. ágúst 1870. Hún
giftist 14. maí 1892 Sigurði Jónassyni bónda í Hrauni í
Aðaldal, ágætum mannh — Þau bjuggu allan sinn búskap
í Hrauni, við lítil efni, en þó bjargálna, og munu altaf
hafa verið fremur veitandi en þiggjandi. — Sigurður and-
aðist árið 1945. — Börn þeirra hjóna voru fjögur og lifa
tvö þeirra: Jónasína, húsfreyja í Hrauni, gift Kjartani
Sigtryggssyni, og Hólmgrímur bóndi í Ystuvík á Sval-
barðsströnd. Kona hans er Margrjet Bjarnadóttir frá
Grýtubakka. — Pjetur, bóndi í Hrauni, sonur Kristínar
og Sigurðar, andaðist árið 1935. — Hann var kvæntur