Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 95
Hlin
93
vera lögð ennþá fyr, eða jafnframt, sem sje á heimilun-
um. — Ekki mega þau láta sinn hlut eftir liggja.
En nú eru mæðurnar komnar í daglaunavinnu í fisk-
húsum, í staðinn fyrir að sitja: við sauma eða vefnað.
Ekki amast maður nú við því, að fiskurinn sje verð-
mætari en meðan alt var flutt út óunnið, en þegar á jafn-
vægið er lítið, sem nú er svo mikið talað um, er vafasamt
hvernig útkoman verður. — Feiknin öll er flutt inn af
því sem áður viar unnið á heimilunum, t. d. til fatnaðar,
húsbúnaðar o. fl. (Innfluttar vefnaðarvörur og skófatnað-
ur 30 millj. kr. meira 1956, en árið áður.)
En ekki eru allar dísir dauðar!
Það er margt gert íslenska heimilisiðnaðinum til fram-
dráttiar og framfara. Fyrst og fremst öll skólavinnan og
námsskeiðin. — Og nú er skipaður námsstjóri í handa-
vinnu fyrir barna- og unglingaskólana, utan Reykjavíkur,
en höfuðstaðurinn hefur um mörg ár haft sinn náms-
stjóra. — Einnig húsmæðraskólarnir.
Þettta er nú gott, því það er mikils um vert, að allur sá
mikli tími, sem legst til handavinnunnar í skólunum, sje
vel og hyggilega notaður, undirstaðan sje tryggilega lögð.
Skólasýningarnar, sem nú eru haldnar á hverju vori um
land alt, eru mjög vel sóttar, hafa eins og allar sýningar
holl og góð áhrif, þegar þær eru til fyrirmyndar.
iÞetta er nú um skólana. — Það virðist vera vel fyrir
þeim sjeð með eftirlit og ráðleggingar og útvegun efnis
til vinnunnar.
En ekki má gleyma almenningi.
Hann þarf líka að fá sínar leiðbeiningar og sínar sýn-
ingar — og það þarf að sjá um að efni og áhöld til heimil-
isiðnaðar sjeu tiltæk í verslunum og aðstoð sje veitt þeim,
sem vilja selja vinnu sína.
Halldóra Bjarnadóttir hefur verið ráðunautur almenn-
ings í 33 ár, og hefur, ásamt þeim leiðbeiningum, sem
„Hlín“ veitti, náð til alls almennings í landinu, en hún
sleppir nú því starfi.