Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 48
46
Hlín
var. — Yfirleitt lifði þetta fólk, sem kom í Stefánshúsið
altaf í veislu og dýrðlegum fagnaði. — Húsið sjálft var
ákaflega vandað, og allir innanhúss-munir, smáir og stór-
ir, af bestu gerð. — Jeg man að Sigurður bróðir minn
sagði, að ekki væru mörg heimili svo falleg í Reykjavík.
— í bestu stofunni var hljóðfæri, sem fósturdóttir hjón-
anna, Lovísa Pálmadóttir, spilaði á, hún var systurdóttir
Stefáns. — Systir hennar, Þorbjörg, ólst upp í næsta húsi,
sem síra Jón, faðir Stefáns, átti. — Þorbjörg giftist Jó-
hanni Möller frá Blönduósi, en Lovísa giftist Guðmundi
Sveinbjörnsen í Reykjavík. — Mikið vorum við systurnar
hrifnar af þessum systrum, þær voru svo fríðar og glæsi-
legar stúlkur í allri framkomu.
Stefán gerði alt fyrir sína viðskiftavini, sem hann gat.
— Til dæmis gekk hann á milli með það við Kristinn Haf-
stein, reiðara Gránufjelags-verslunarinnar, þegar Sigurð-
ur bróðir minn var í háskólanum í Raupmannahöfn, að
loann gat farið til Kristins og fengið peninga, þegar hon-
um lá á, þannig að faðir okkar greiddi það með vörum
inn í viðskiftareikning sinn 'hjá Stefáni. — Þetta voru
ómetanleg þægindi, því ekki var nokkur leið til þess, að
faðir okkar gæti lijálpað honum á annan hátt, því pening-
ar voru ófáanlegir í þá daga. — Menn áttu ekki skilding
undir brjef tímum saman, þó þeir væru sæmilega efnaðir,
og þá kostaði nú ekki nema 10 aura undir venjulegt póst-
brjefl
Frú Ólöf, kona Stefáns, þjáðist af sullaveiki eins og svo
margir í þá daga. — Alt var gert til að leita henni lækn-
inga. — Guðmundur Hannesson, sem þá var læknir á Ak-
ureyri, var sóttur norður á hestum og reið á 14 tímum frá
Akureyri til Sauðárkróks. — Menn vissu ekki til, að sú
leið hefði verið farin á hestum á svo stuttum tíma. —
Nokkru seinna var Ólöf flutt til Akureyrar og Guðmund-
ur skar hana upp, en dagar hennar voru þá taldir, hún
andaðist 24. sept. 1901. — Það hörmuðu hana allir, sem
hana þektu, hún var sjerstaklega vinsæl. — Stefán harm-