Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 166
164
Hlin
gjöfum. — Það er sjeð um, að við fylgjumst með jólunum eins
og annað fólk.
En helgan geðblæ jólanna verður hvert heimili að annast
sjálft, og hann birtist helst í einfaldleik og ástríku hugarfari.“
Hólmfríður á Arnarvatni skrifar á Þorranum 1957: „Jeg
þakka þjer kærlega fyrir lánið á fundargerðunum. — Mjer
þykir mjög vænt um, þegar þú ýtir við mjer. — Jeg hef lesið
allar fundargerðirnar mjer til fróðleiks og skemtunar. — Það
er ánægjulegt að finna áhuga, fómarvilja og atorku kvenna um
alt land, til að vinna að svo margvíslegum menningarmálum.
Jeg furða mig oft á því, hve þetta land á margt ágætra
kvenna, þótt þær búi á útkjálkum, bera þæt með sjer svip
menningar og manndóms.
Úr brjefi frá sveitakonu haustið 1956: „Það er mikið búið að
tala um komu dönsku konungshjónanna, bæði í blöðum og út-
varpi. Það virðist hafa tekist vel með móttökumar, eftir því
sem blöðin herma. — En það hefur sjálfsagt ekki verið alveg
kostnaðarlaust fyrir ríkið. — En það var nú gott að þetta tókst
alt vel. Enda er nú miklu skemtilegra að fagna dönsku kon-
ungshjónunum, síðan Island varð frjálst og fullvalda ríki.
Það var tvent, sem mjer fanst sjerstaklega til um í sam-
bandi við þessa konungskomu. — Það var að konungurinn
skyldi ekki neyta áfengis í veislunum. — íslendingar ættu að
taka sjer hann til fyrirmyndar á þessu sviði. T. d. þeir, sem
stjórna þjóðarskútunni: Forsetinn, ríkisstjórnin og alþingis-
mennimir.
Annað var það, sem er líka til fyrirmyndar, þ. e. að forseta-
frúin er klædd íslenska hátíðabúningnum, þegar hún hefur
mest við, og að hún heldur sínu föðurnafni, lætur kalla sig
Dóru Þórhallsdóttur. — Þetta finst mjer vera til fyrirmyndar
fyrir íslenskar konur. — Hún virðist líka vera laus við alt stór-
læti. — Enda hefði það alls ekki farið vel dóttur Þórhalls bisk-
ups, því hann var sjerstaklega ljúfur og kurteis við hvern, sem
hann átti tal. — Ljúfmenska og lítillæti fer öllum vel, ekki síst
þeim, er skipa mestu trúnaðarstöður þjóðarinnar.“
Til minningar um 50 ára starfsemi Ungmennafjclags fslands:
„Þú varst að minnast á ungmennafjelagið. Já, öllum unglingun-
um hjerna í dalnum fanst stofnun þess mikill viðburður í fá-
sinninu. Stefnuskráin var ágæt. Og við hrifumst með af hug-
sjónum þeim er sá fjelagsskapur boðaði. Jeg er fyrir löngu
farin úr fjelaginu, jeg var svo lítið heima og ljet aldrei neitt til
mín taka, því miður. En við vorum svo heppin, að við fengum